fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
FókusKynning

Kramhúsið Skólavörðustíg: Skapandi sumarnámskeið fyrir börn og kennara

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 19. maí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kramhúsið á Skólavörðustíg er sívinsælt og þar er og hefur alla tíð verið rekin sannkölluð grasrótarstarfsemi í hreyfingu og listviðburðum. Í mörg ár hefur verið boðið upp á skapandi sumarnámskeið, annars vegar fyrir börn og hins vegar fyrir kennara.

„Kramhúsið var stofnað árið 1984 og hefur síðan þá verið á sama stað á Skólavörðustíg, með sömu eigendur og þótt mikið af kennurum komi og fari þá má finna nokkra frá upphafsdögum eða nemendur sem síðar fóru að kenna,“ segir Vigdís Arna, verkefnastýra Kramhússins.

„Margir þeirra sem byrjuðu að stunda húsið á þeim tíma eru hér líka ennþá, en önnur og þriðja kynslóð er líka að koma til okkar. Fjölbreytnin er gríðarleg hér í námskeiðum, sem stafar kannski af því að þegar Kramhúsið var stofnað á sínum tíma þá vantaði rými fyrir alls konar dans- og jaðarlistviðburði og enn í dag er mikil eftirspurn eftir rými fyrir grasrótina, sérstaklega miðsvæðis.

Þeir sem koma og kynnast Kramhúsinu elska þann gamla sjarma sem hér er, þar sem hver og einn fær að vera eins og þeim líður best. „Okkar mottó er að hér kemur fólk til að vera, en ekki til að verða.“

Skapandi og hvetjandi sumarnámskeið fyrir börn

Boðið er upp á sumarnámskeið fyrir börn í júní, sem eru aldursskipt: yngri börnin, 7–9 ára, eru fyrir hádegi og eldri börnin, 10–12 ára, eru eftir hádegi. Hvert námskeið stendur í viku og þátttakendur geta tekið eina, tvær eða jafnvel þrjár vikur þar sem lagt verður upp með mismunandi verkefni í hverri viku.

„Við státum okkur af því og leggjum alltaf mikla áherslu á að fá með okkur gæðakennara hverju sinni og erum ansi stoltar og ánægðar með þá úrvalskennara sem verða með okkur í sumar: Magga Stína Blöndal sér um tónlistina, Halla Margrét Jóhannesdóttir sér um skapandi skrif, Ásrún Magnúsdóttir sér um dansinn og Alda Lóa Leifsdóttir kemur inn með nýjan vinkil, sem er ljósmyndun og fjölmiðlar,“ segir Vigdís Arna.

„Í sameiningu munu þær sjá um að leysa listina úr álögum og finna leiðir til að sameina ólík listform og þær munu aðstoða börnin við að búa til verk úr alls konar. Sem dæmi má nefna að barn gæti skapað dansverk undir áhrifum af styttu úr nágrannagarði eða skrifað sögu og sýnt hana með dansi. Börnin læra að opna hugann og horfa á list á annan hátt. Þau fara í könnunarleiðangra um nágrennið, setja upp önnur gleraugu en við erum með dags daglega og sjá hönnunina og listina sem er allt í kringum okkur.

Námskeiðin eru skapandi og kapp lagt á að börnin njóti sín og fái að vera glöð og sátt við sitt hlutverk. Þau velja sitt hlutverk og sína þátttöku en allir eru með og fá jákvæða hvatningu. Sumarnámskeiðin hafa verið hjá okkur í mörg ár og hér hefur safnast saman mikil þekking og reynsla. Námskeið hafa ávallt verið með sama formi; á þeim kafa börnin í ómælisbrunn eigin hugarflugs og finna listina í daglega lífinu.“

Sumarnámskeið orkugjafi fyrir kennara

Í ágúst býður Kramhúsið upp á sambærileg námskeið fyrir kennara. „Kennarar verða nemendur og sækja sér hvatningu frá skapandi fólki sem notar oft aðrar leiðir og óakademískari í sinni miðlun. Þannig losnar um höft hugans og kennarar sækja sér orku, gleði og hugmyndir fyrir komandi vetur,“ segir Vigdís Arna. „Við höfum dæmi um kennara sem sjá fram á alveg nýjar leiðir til að koma sínu fagi á framfæri. Listir og stærðfræði eiga til dæmis góða samleið og það eru ekki allir sem sjá það. Námskeið eins og kennaranámskeið Kramhússins opna á nýjar leiðir til kennslu og við höfum í gegnum árin oft fengið sömu kennarana til okkar og margir leikskólar senda árlega einn fulltrúa sem síðan miðlar hugmyndum til samstarfsfólks.“

Kramhúsið er á Skólavörðustíg 12 (gengið inn frá Bergstaðastræti), síminn er 551-5103 og netfangið er kramhusid@kramhusid.is. Nánari upplýsingar má líka finna á heimasíðunni kramhusid.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum