fbpx
Fókus

FERÐALÖG: Lúxus er tekið mjög alvarlega hjá Singapore Airlines – Fullkomið farrými fyrir fólk sem þolir ekki fólk

Margrét Gústavsdóttir
Þriðjudaginn 15. maí 2018 20:00

Ef þú átt sand af seðlum, fólk fer sjúklega mikið í taugarnar á þér, og þú þolir ekkert nema rúmföt úr 3000 þráða egypskri bómull og lífrænan kavíar, þá er fyrsta farrýmið hjá Singapore Airlines örugglega eitthvað fyrir þig.

Það er engum ofsögum sagt að þetta flugfélag gangi bókstaflega alla leið með lúxusinn enda Singapore ein ríkasta þjóð jarðar þó lítil sé.

Síðasta haust kynnti flugfélagið ný lúxus farrými til leiks en þau er að finna í Airbus A380 flota þeirra sem þykir með því allra fínasta. Nýju innréttingarnar í þessum 19 breiðþotum kostuðu félagið um 850 milljón dollara.

Eins og sjá má á myndunum er engu til sparað.

Svíturnar eru eins og fljúgandi fimm stjörnu hótelherbergi, með tvíbreiðu rúmi, sloppum, inniskóm og öllu tilheyrandi. Önnur farrými eru heldur ekkert slor og ýmsir valkostir og þægindi í boði fyrir farþegana sem velja að ferðast með þessu ævintýralega flugfélagi. 

Huggulegt baðherbergi með sturtu fylgir hverri svítu og þar er að sjálfssögðu snyrtiherbergi fyrir pjattrófur og pjattpatta.

Það gefur svo alveg auga leið að fólk sem kýs að nota peningana sína í svona þægindi er ekki að fara að opna einhverja álbakka með sveittum eggjahrærum þegar kemur að matartímanum um borð. Að sjálfssögðu er hægt að velja um nokkra gómsæta rétti af matseðli, til dæmis humar eða aðra sjávarrétti, kjöt og grænmetisrétti.

Þá er einnig hægt að kaupa sæti sem auðvelt er að fella niður svo að úr verður þetta líka huggulega rúm. Ekki í svítunni en engu að síður ansi freistandi.

Singapore er í toppsætinu yfir 10 ríkustu þjóðir í heimi og þar er varla hægt að búa og lifa mannsæmandi lífi nema hafa allnokkuð fé til ráðstöfunar. Það kemur því ekki á óvart að flugfélagið, sem kennt er við sjálfa þjóðina, skuli kappkosta að leggja áherslu á lúxus og þægindi enda einskonar landkynning í leiðinni.

 

Almenningurinn þarf ekki að hýrast í þröngum sætum um borð í þessum flottu vélum heldur. Singapore flugfélagið sér vel um sína.

Smelltu hér til að forvitnast betur um þennan svaðalega lúxus og hvort þú hafir kannski efni á því að mölva sparibaukinn fyrir eina svona upplifun.

 

 

Margrét Gústavsdóttir
....er félagi nr. 241 hjá Blaðamannafélagi Íslands.
Hún hefur m.a. starfað við sjónvarp og útvarp og verið vinsæll bloggari í gegnum árin.

margret@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

10 salerni gerð til þess að fríka þig út

10 salerni gerð til þess að fríka þig út
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Hafsteinn fylgir ekki hjörðinni – Aukin símanotkun fólks kveikti þráðinn

Hafsteinn fylgir ekki hjörðinni – Aukin símanotkun fólks kveikti þráðinn
Fókus
Í gær

„Frekar spænska ríkið sem ætti að krefja mig um að borga skatt hér, en ekki íslenska ríkið að banna mér að borga skatta heima ef ég bý ekki þar“

„Frekar spænska ríkið sem ætti að krefja mig um að borga skatt hér, en ekki íslenska ríkið að banna mér að borga skatta heima ef ég bý ekki þar“
Fókus
Í gær

Selma Blair er með MS-sjúkdóminn: „Ég er fötluð“

Selma Blair er með MS-sjúkdóminn: „Ég er fötluð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki er allt sem sýnist á El Royale-hótelinu

Ekki er allt sem sýnist á El Royale-hótelinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Puff Daddy fann ástina aftur með fyrirsætu af íslenskum ættum

Puff Daddy fann ástina aftur með fyrirsætu af íslenskum ættum