fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FókusKynning

HM Skjárinn tryggir Suðurnesjabúum alvöru HM-stemningu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. maí 2018 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 „Þetta verður samkomustaður fyrir Suðurnesjabúa sem vilja koma saman og lifa sig inn í leiki landsliðsins. Það er alltaf svo mikil áhersla á Reykjavík og mér þykir vissulega vænt um höfuðborgina en það má ekki gleyma því að hér á Suðurnesjum býr mjög margt fólk sem hefur brennandi áhuga á gengi strákanna okkar,“ segir Sveinn Fannberg, einn af rekstraraðilum HM Skjásins í Reykjanesbæ en hinir eru  Trausta Egilsson og Hilmari G. Guðbjörnsson.

Um er að ræða risaskjá sem byrjað verður að setja upp þann 11. júní og allt verður klárt á fyrsta leikdegi, sem er 14. júní, en keppnin stendur yfir til 15. júlí.

Að sögn Sveins er verkefnið tímafrekara og kostnaðarsamara en hann hafði grunað: „Þetta er ótrúlega mikil vinna, miklu meiri en mig hafði grunað. Að finna rétta skjáinn, fá tilskilin leyfi fyrir sýningunum, finna auglýsendur og kostendur, þetta er búið að standa yfir alveg frá því í október en núna er allt að verða klárt og allir samningar frágengnir.“

Að sögn Sveins hefur gengið vel að fá fyrirtæki til að styrkja verkefnið og vonir standa til að þetta komi út á sléttu eða skilið jafnvel örlitlum hagnaði. „En það verður enginn ríkur af þessu og það er ekki tilgangurinn,“ segir Sveinn.

Tólfan mætir og keyrir upp stemninguna

 Verður stærra og íburðarmeira en á EM

Skjárinn verður settur upp fyrir framan ráðhúsið í Reykjanesbæ, rétt hjá frægri pulsusjoppu (Villa borgara ) í hjarta bæjarins. Risaskjár var einnig settur upp þegar EM stóð yfir 2016 og að sögn Sveins voru þá 2-3.000 manns samankomin þegar mest var. Sveinn býst við mun meiri aðsókn núna, til dæmis vegna þess að færri Íslendingar munu fara til Rússlands til að sjá leikina en fóru á EM í Frakklandi. Auk þess verður miklu meira tilstand í kringum sýningarnar núna:

„Strákarnir í Tólfunni koma og keyra upp stemninguna. Þá mun akstursíþróttafélagið hér á Suðurnesjum heimsækja okkar á fyrsta leiknum og lofa gestum að skoða sína glæsilegu bíla. Veitingasala verður á staðnum sem stelpurnar og aðstandendur kvennaliðs Keflavíkur sjá um, meðal annars verða pitsur frá Dominos, og bjórinn verður einhver sá ódýrasti sem sögur fara af, eða 500 kr. hálfur lítri,“ segir Sveinn og lofar okkur frábærri HM-stemningu í Reykjanesbæ í sumar.

 

ÁFRAM ÍSLAND! Fjörið er rétt að byrja!

 

www.hmskjarinn.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum