fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
FókusKynning

Black Beach Tours: Ógleymanleg upplifun í Þorlákshöfn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. maí 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt skemmtilegra en fjórhjólaferð eða RIB-bátaferð í heillandi umhverfi. Fyrirtækið Black Beach Tours býður upp á slíkar ferðir í Þorlákshöfn. Fjaran þar er einkar falleg, um 10 kílómetra löng sandströnd (eldfjallaströnd) sem nær frá Ölfusá að bænum og mætir þar tilkomumiklum klettaveggjum að vestanverðu. Ógleymanlegt er að fara þarna um á fjórhjóli eða RIB-báti.

Black Beach Tours býður upp á þessar fjórhjólaferðir allt árið um kring. Annars vegar eru í boði klukkustundarlangar ferðir eftir ströndinni og hins vegar þriggja tíma ferðir þar sem farið er um hraun með viðkomu í helli á leiðinni.

RIB-bátaferðir eru í boði á tímabilinu apríl–október og er þar hægt að velja á milli 30 mínútna adrenalínferðar, klukkustundarlangrar ferðar og tveggja tíma ferðar, en sú síðastnefnda liggur vestur í Krýsuvíkurbjarg. Einnig er hægt að splæsa saman fjórhjólaferð og RIB-bátaferð sem er afar skemmtileg og vinsæl blanda.

Black Beach Tours er með mjög góða aðstöðu fyrir starfsmanna- og vinahópa þar sem hægt er að bjóða upp á veitingar eftir ferðir, allt eins og hentar hverjum hópi.

Á www.blackbeachtours.is er að finna nánari upplýsingar um allar ferðir og verð þeirra. Ef um hópa er að ræða er best að óska eftir tilboðum með tölvupósti á info@blackbeachtours.is eða með því að hafa samband í síma 625-0500.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum