fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Syngur táknmálsútgáfu af Eurovision-laginu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 7. apríl 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Ýr Hjartardóttir er 21 árs viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands. Hún er með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Hún talar bæði íslensku og íslenskt táknmál. Áslaug Ýr hefur áhuga á crossfit, bókmenntum, ferðalögum og að kynnast nýjum tungumálum, fólki og menningu. Hún hefur einnig mikinn áhuga á ritstörfum og gaf sjálf út bók þegar hún var 15 ára. Þessa dagana ritstýrir hún Röskvu og heldur úti bloggsíðunni slaugaslamm.blogspot.is. Áslaug vill leggja sitt af mörkum í réttindabaráttu ungs, fatlaðs fólks og er í stjórn Fjólu, félags fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

Rosalegur Eurovision-aðdáandi

Áslaug Ýr hefur verið mikill Eurovision-aðdáandi frá því hún man eftir sér. Hún fylgdist með Söngvakeppninni í ár og átti erfitt með að gera upp við sig hvort lagið í úrslitunum stóð upp úr.

„Eftir að úrslitin voru tilkynnt sat ég eftir í sófanum og hugsaði með mér hvað ég hlakkaði til að sjá táknmálsþýðingu á laginu, enda textinn mjög þéttur og skrautlegur. En af eigin raun vissi ég að það gæti orðið löng bið eftir þýðingunni. Þannig kviknaði sú hugmynd að þýða lagið bara sjálf. Af hverju ekki?“ segir Áslaug Ýr.

Áslaug elskar tónlist en segist vera eins laglaus og hugsast getur. „Ég er hræðileg söngkona þegar kemur að raddmáli. Hins vegar hef ég litla sem enga reynslu af táknmálssöng, en sá í hendi mér að þar gæti ég orðið eitthvað annað en hávær hani á priki. Ég er nefnilega heyrnarlaus, og íslenskt táknmál er mitt annað mál á eftir íslensku,“ segir Áslaug Ýr.

Í kjölfarið hafði hún samband við konu sem hún þekkir sem hafði mikla reynslu sem táknmálssöngkona.

„Fyrr en varði var ég búin að túlka lagið yfir á alþjóðlegt táknmál og gera alla vitlausa á heimilinu, eina ferðina enn, með því að spila Our Choice mjög hátt aftur og aftur.“

Ævintýraleg myndbandsgerð

Myndbandið var tekið upp á sólríkum mánudegi í Elliðarárdal og fékk Áslaug nokkra vini sína til að hjálpa sér við upptöku þess.

„Við vorum lengi að leita að hinum fullkomna tökustað. Fyrir utan að flest trén voru nakin og dauð þá komst hjólastóllinn ekki alls staðar að. Á endanum ákváðum við að henda okkur bara beint í djúpu laugina og fara í torfæruleiðangur inn í skóginn þar sem við fundum loks draumastaðinn.“

Eftir að draumastaðurinn var fundinn gekk upptakan ekki áreynslulaust fyrir sig, en Áslaug átti erfitt með að heyra lagið sem var spilað í öðrum síma. Áslaug er með heyrnartæki á öðru eyra og heyrir eitthvað með því. Málinu var reddað með því að vinkona hennar söng lagið fyrir hana nógu hátt svo hún heyrði.

„Þannig náði ég loksins að syngja lagið almennilega, þarna í lynginu úti í skógi á sólskinsdegi með allt heimagerða tökudótið og frábæra teymið mitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina