fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Ólafur léttist um 50 kíló á ellefu mánuðum

Fókus
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Arnarson hagfræðingur hefur lést um 50 kíló á aðeins ellefu mánuðum. Um er að ræða talsverða breytingu en 50 kíló er rúmlega þriðjungur af þeirri þyngd sem Ólafur var áður en hann léttist.

Ólafur gekkst undir magaermiaðgerð á liðnu ári en í aðgerðinni voru um 80 prósent af maganum fjarlægð. Ólafur ræddi þetta í Magasíninu á útvarpsstöðinni K100 í gær.

Ólafur sagði að aðdragandinn að aðgerðinni hafi verið langur og hann hafi talað við fjölda sérfræðinga áður en hann tók ákvörðun um að fara í aðgerðina. Hann kvaðst hafa verið tilbúinn að snúa við blaðinu enda er það eitt af skilyrðum þess að fá að gangast undir slíka aðgerð.

„Mér hefur aldrei liðið betur. Ég man hreinlega ekki eftir að mér hafi liðið betur en mér líður í dag,“ sagði Ólafur í viðtalinu.

Hann kveðst meðvitaður um það að hugarfarsbreyting sé nauðsynleg til að fylgja eftir árangri aðgerðarinnar. „Það er ekki þannig að það sé einhver lífstíðarábyrgð á því að menn komi sér ekki í einhverjar ógöngur aftur. En það þarf eindreginn brotavilja til þess. Og maður fær tækifæri. Menn sem eru orðnir svona feitabollur eins og ég var orðinn, þeir fá tækifæri til að snúa við blaðinu og verða svona eins og venjulegt fólk á nýjan leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar