fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FókusKynning

Hjólreiðaæfingar í Öskjuhlíðinni auka færni og öryggi fjallahjólafólks

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 23. apríl 2018 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Gunnar Örn Svavarsson byrjaði í hjólasporti árið 2011 og hafði áður reynslu af Motor Cross. Árið 2013 gekk hann í Hjólreiðafélag Reykjavíkur en félagið stendur meðal annars fyrir tæknilegum hjólreiðaæfingum í Öskjuhlíðinni og á fleiri stöðum. Á slíkum æfingum er notast við svokölluð fulldempandi hjól en þau nýtast við leiðir þar sem ekki er hægt að hjóla á hefðbundnari reiðhjólum.

„Fyrir nokkrum árum tókum við að finna fyrir minnkandi áhuga á æfingum með venjulegum fjallahjólum en auknum áhuga á þessum fulldempandi hjólum sem kallast á ensku all mountain bikes. Á þeim er hægt að hjóla meira krefjandi leiðir. Hér áður fyrr voru ráðandi svokölluð „down hill“-hjól sem fólk þurfti jafnvel að leiða upp fjallið og svo var hægt að hjóla á því niður,“ segir Gunnar Örn. Að sögn hans er hægt að hjóla á svona hjóli t.d. langleiðina upp Esju eftir gönguleiðinni. Síðastliðinn sunnudag breyttu félagar í Hjólreiðafélagi Reykjavíkur út af venjunni og fluttu sig úr Öskjuhlíðinni að Helgafelli í Hafnarfirði. Hjólreiðafólkið bar þá hjólin á öxlunum hluta af leiðinni og hjólaði þar sem fært var.

Æfingarnar sem Hjólreiðafélag Reykjavíkur stendur fyrir í Öskjuhlíðinni eru vikulega. Frí er yfir sumarmánuðina þrjá, júní, júlí og ágúst, en æfingar byrja á nýju í september og standa út maí.

„Þegar það er hálka eða snjór erum við á negldum dekkjum en við æfum í hvaða veðri sem er og það er afar sjaldgæft að það falli niður æfingar vegna veðurs,“ segir Gunnar en félagið notar Öskjuhlíðina mikið sem æfingasvæði undir erfiðar fjallahjólreiðar. „Við erum að æfa okkur á því að fara yfir hindranir í Öskjuhlíðinni, sambærilegar þeim sem mæta fjallahjólafólki á erfiðum leiðum annars staðar. Þessar æfingar hafa verið í gangi síðan árið 2015 og maður sér gífurlegar framfarir hjá þeim sem hafa verið með okkur allan tímann. En í heildina þá auka þessar æfingar færni og öryggi fjallahjólafólks við erfiðar aðstæður.“

Starfsemi Hjólreiðafélags Reykjavíkur er blómleg og fjölbreytt en auk æfinganna í Öskjuhlíð heldur félagið meðal annars hjólreiðaæfingar fyrir börn og unglinga.

Vinsæl fjallahólakeppni

Annar félagsskapur sem Gunnar er í, Enduro Ísland, heldur fjallahjólakeppnir þrisvar á ári. Er þar um að ræða tímatöku við krefjandi aðstæður, sambærilegar við æfingarnar sem Hjólreiðafélagið heldur í Öskjuhlíðinni. „Við erum hópur fimm stráka sem stofnuðum þetta félag haustið 2015. Þessar fjallahjólakeppnir byggja á svokölluðum enduro-reglum þar sem farin er sérleið og það er tímataka. Þessar keppnir eru vinsælar og þátttakendur að jafnaði um 100 talsins,“ segir Gunnar.

Keppnirnar bera heitið Vorfagnaður, Sumarfagnaður og Haustfagnaður. Næsta mót er Vorfagnaðurinn sem fer fram þann 5. maí. Skráning stendur yfir og er takmarkaður fjöldi þátttakenda leyfður. Nánar má lesa um þetta á vefsíðunni enduroiceland.com en einnig er að finna upplýsingar á vefsíðunni www.facebook.com/enduroiceland.

Upplýsingar um starfsemi Hjólreiðafélags Reykjavíkur er að finna á vefsíðunni hfr.is og á Facebook-síðunni https://www.facebook.com/groups/hjolreidafelag.

Þess má einnig geta að um næstkomandi helgi (26. – 30. april) stendur HFR fyrir fjallahjólatækni námskeiði fyrir félagsmenn. Þar verða á ferðinni mjög færir erlendir leiðbeinendur sem hafa meðal annars tekið þátt í heimsbikarmótum í fjallabruni og enduro. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu félagsins hfr.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum