fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
FókusKynning

Hjólreiðafólki þykir gaman að koma í Peloton

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. apríl 2018 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við opnuðum þessa verslun nú í vor og ákváðum í upphafi að beita annarri nálgun en flestar verslanir. Við horfðum dálítið til Apple-búðanna þegar við vorum að hanna þetta, til dæmis hvað varðar upplifun viðskiptavina. Við vildum að þetta væri staður þar sem fólk gæti notið  þess að ganga um og skoða og þreifa á vörunum, eða setjast niður og fá sér kaffi og spjalla. Í stað þess að afgreiðsluborðið sé lína á milli viðskiptavina og verslunarinnar,“ segir Bjarni Birgisson hjá Peloton, Klettagörðum 23. Peloton er sérverslun og þjónustufyrirtæki fyrir hjólreiðafólk sem getur þar keypt fyrsta flokks reiðhjól og aukahluti, auk þess að fá viðgerðarþjónustu á vel búnu reiðhjólaverkstæði. Síðast en ekki síst eru það hjólafötin sem Peloton leggur mikið upp úr.

„Við viljum fá fólk hingað í heimsókn og spjall. Við erum með mikla reynslu af öllum tegundum hjólreiða, bæði alls konar keppnishjólreiðum, fjallahjólreiðum og ýmsu fleiru. Við gefum fólki góð ráð og hjálpum því að komast að niðurstöðu, hvort sem um er að ræða hjólakaup, viðgerðir, fatnað eða aukahluti,“ segir Bjarni.

Góður staður fyrir konur

Peleton er hjólreiðaverslun sem leggur sérstaka áherslu á að koma til móts við konur um leið og öllum öðrum hópum er að sjálfsögðu sinnt líka:

„Við höfum lagt mikið upp úr hjólafatnaði sem hentar konum um leið og við erum líka með mikið af hjólafötum fyrir karla. Íslendingar kaupa mikið af hjólavörum á netinu, meðal annars fatnaðinn, og þá mátar maður ekki. Konur kunna að meta það að geta komið hingað og mátað fötin til að vera vissar um að þau passi. Hjólaföt eru afar mikilvæg, sérstaklega í íslenskri veðráttu þar sem maður þarf að vera tilbúinn í hvað sem er. Einhver sagði að vonda veðrið væri bara á tveimur stöðum, í anddyrinu áður en maður fer út og svo í kollinum á manni. Þegar út er komið og fólk er vel búið þá skiptir veðrið ekki máli.“

Magnús Fjalar Guðmundsson, kaffisérfræðingur Peloton

Verðið sem Peloton býður er líka mjög samkeppnishæft og er stefna fyrirtækisins að bjóða sambærilegt verð og í öðrum Evrópulöndum. „Sá ósiður hefur lengi tíðkast hér á landi að leggja of mikið á vörur. En það er ekki alltaf hægt að skýla sér á bak við flutningskostnað. Það kostar til dæmis ekkert meira að flytja reiðhjól sem framleitt er í Kína til Danmerkur en til Íslands,“ segir Bjarni.

Bjarni segir að hjólreiðar hafi framan af verið frekar karllægt sport en það sé að breytast og sífellt fleiri konur séu komnar á fullt í hjólasportið. „Konur verða oft mjög hrifnar af þessu sporti og svo draga þær vinkonur sínar með. Við leggjum áherslu á að bjóða upp á gott úrval af hjólum sem henta konum og góða ráðgjöf við að velja rétta hjólið miðað við reynslu og fyrirhugaða notkun. Þess má geta að í sumar styðjum við keppnislið í hjólreiðum sem skipað verður konum. Það er hið glæsilega Team Peloton Royal, sem kennt er við Royal-búðinginn fræga sem hefur verið heimilsvinur allra landsmanna til fjölda ára.“

Peloton ætlar líka að bjóða upp á hjólreiðahópferðir frá versluninni í sumar og verða þetta ólíkar ferðir sem henta mismunandi hópum. „Þetta er mjög algengt framtak hjá erlendum hjólaverslunum víða um heim. Við sjáum fyrir okkur eins til tveggja tíma hjólatúr og svo sest fólk á eftir, fær sér kaffi og spjallar saman,“ segir Bjarni.

Hægt verður að fylgjast með þessari dagskrá á heimasíðu Peloton, peloton.is, og á Facebook-síðunni https://www.facebook.com/pelotoniceland/.

Peloton er sem fyrr segir til húsa að Klettagörðum 23. Opið er þriðjudaga-föstudaga frá 16 til 19 og laugardaga frá 11 til 15. Lokað er sunnudaga og mánudaga.

 

Vöruúrvalið í Peloton – nokkur dæmi

Hjól:

Bianchi (götu- og fjallahjól)

BMC (götu og fjallahjól)

Yeti (fulldempuð fjallahjól)

Factor (götuhjól í sérpöntun eingöngu)

3T götuhjól

 

Fatnaður

Yeti (fjallahjólafatnaður)

FIBR – danskur framleiðandi með götuhjólafatnað

VOID – sænskur framleiðandi með götu- og fjallahjólafatnað

Bioracer – bjóða m.a. upp á sérmerktan liðsfatnað frá þeim sem hefur verið vinsæll í WOW Cycloton undanfarin ár.

 

Fylgihlutir, gjarðir og fleira

ENVE ­– Starfsfólk Peloton er mjög stolt af þessu merki og að þessar vörur séu loksins fáanlegar á Íslandi (www.enve.com)

3T

Black

SH+  – hjálmar og gleraugu – m.a. gleraugu með linsu sem breytir um lit við mismundi birtuskilyrði; hentar frábærlega í íslenskri veðráttu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum