fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
FókusKynning

Hjólalausnir: Engu hjóli er stolið úr svona stæði

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. apríl 2018 09:00

Hjólalausnir er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig aðallega í innviðum og öryggislausnum fyrir reiðhjólaeigendur á Íslandi. Hjólalausnir flytja inn inn örugg og aðgangsstýrð hjólastæði fyrir almenning sem henta vel við þjónustubyggingar og opin svæði, eins og verslunarmiðstöðvar, skóla, íþróttamannvirki og fleiri staði. Lausnin kemur frá Bikeep í Eistlandi og felur í sér mikið öryggi og þægindi við geymslu á reiðhjólum á opinberum stöðum. Enda hefur engu hjóli verið stolið úr þessu kerfi sem komið er með yfir milljón notendur víða um heim.

Almenningur getur læst hjólum sínum á öruggan hátt og virkjað stæðin annaðhvort með farsímasmáforriti sem virkar svipað og leggja.is, eða notað RFID-aðgangskort og kortalykla. Einnig er hægt að samhæfa starfsmannakort fyrirtækja við hjólastæðin. Í stæðunum er innbyggt öryggiskerfi og myndavél.

Fólk veigrar sér við að geyma verðmæt og vönduð reiðhjól á opinberum stöðum, til dæmis við þjónustubyggingar og fyrirtæki, af ótta við þjófnað, og margir þora ekki á hjólinu sínu í sund eða bíó af sömu ástæðum. Hefðbundnir hjólalásar eru ekki nægilega öruggir og reiðhjólaþjófnaður er ört vaxandi vandamál. Talið er að hátt í 1.000 reiðhjólum sé stolið árlega hér á landi. Lausnin frá Bikeep er klárlega svarið við þessum vanda.

Viðgerðastandar fyrir opin svæði

Hjólalausnir bjóða líka upp á mjög vandaða viðgerða- og þjónustustanda fyrir reiðhjól sem henta mjög vel við íslenskar aðstæður. Pumpurnar á stöndunum eru úr ryðfríu stáli og verkfærin eru á inndraganlegum vírum sem eru einnig úr ryðfríu stáli. Þessir standar eru líklega þeir bestu á markaðnum í dag og koma frá Bikefixation í Bandaríkjunum. Einnig bjóða Hjólalausnir upp á heildarlausnir í stórum geymslukerfum fyrir reiðhjól fyrir hjólageymslur sameigna og fyrirtækja og einnig ýmsar aðrar lausnir eins og stigarennur, öruggar heima veggfestingar og fleira.

VOLT og STIGO

Hjólalausnir bjóða upp á vönduð VOLT-rafmagnshjól frá Bretlandi og STIGO-ferðarafskutlur sem eru mjög nett og samanbrjótanleg rafknúin borgarhjól. STIGO-ferðarafskutlan er með 40 kílómetra drægni á rafhlöðu og henni er smellt saman með einu handtaki. Auðvelt er að teyma skutluna á eftir sér inn í strætó eða inn á vinnustað og heimili. Skutlan passar vel í skott á bílnum eða í farangursgeymslu á húsbílum og hjólhýsum. Þegar skutlan er brotin saman þá tekur hún minna pláss en golfsett og vegur aðeins 14 kíló.

Hjólalausnir eru til húsa að Suðurlandsbraut 6. Í byrjun maí verður fyrirtækið hins vegar flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði að Langholtsvegi 126. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni hjolalausnir.is.

Ágúst Borgþór Sverrisson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 dögum

Húsaviðgerðir í yfir 20 ár

Húsaviðgerðir í yfir 20 ár
Kynning
Fyrir 3 dögum

Þ. Þorgrímsson & Co: Hreinlegar lausnir og auðveld uppsetning

Þ. Þorgrímsson & Co: Hreinlegar lausnir og auðveld uppsetning
Kynning
Fyrir 1 viku

Fyrirtak þjónar fyrirtækjum, stofnunum og húsfélögum um almennt fasteignaviðhald

Fyrirtak þjónar fyrirtækjum, stofnunum og húsfélögum um almennt fasteignaviðhald
Kynning
Fyrir 1 viku

Fanntófell flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði

Fanntófell flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði
Kynning
Fyrir 1 viku

Bíóhornið: Flóttaherbergið og Óskarsframlagið

Bíóhornið: Flóttaherbergið og Óskarsframlagið
Kynning
Fyrir 1 viku

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund
Kynning
Fyrir 1 viku

Þörunga magnesíum: Dregur úr sykurlöngun og streitu

Þörunga magnesíum: Dregur úr sykurlöngun og streitu
Kynning
Fyrir 1 viku

Girnilegar nýjungar frá Castello

Girnilegar nýjungar frá Castello