fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Guðni fór til læknis og læknirinn fann „óvininn“ – „Þeir eru margir sem koma í svona skoðun ári of seint!

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 19:00

Guðni Ágústsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hvetur karla til að hætta að hugsa eins og kjánar og hætta að segja: „Það kemur ekkert fyrir mig“. Tilefnið er heimsókn Guðna til sérfræðings í maga- og ristilspeglun fyrir skemmstu.

Guðni fjallar um þetta í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Tregir að fara til læknis

Í grein sinni, sem ber yfirskriftina Karlinn þarf ekki síður en bíllinn í læknisskoðun, segir Guðni:

„Ekkert skortir á nákvæmni manna að fara með nýja bílinn sinn í fimmtán þúsund kílómetra skoðun og borga fúlgur fjár fyrir. Hins vegar eru margir tregir til að fara sjálfir til læknisins í samskonar fyrirbyggjandi skoðun og þola illa nöldrið í konu sinni eða móður þegar þær eru að minna á að heilsan sé rannsökuð og hjartsláttur bóndans ekkert síður en ganghljóð bílsins.“

Guðni bendir svo á að ekkert hafi fyrirbyggt eða komið í veg fyrir áföll og dauða kvenna eins og regluleg brjóstaskoðun og leit að krabbameini. Hann kveðst hafa farið að ráði Ólafs F. Magnússonar, heimilislæknis og fyrrverandi borgarstjóra, um að fara til Ásgeirs Theódórssonar, læknis í maga- og ristilspeglun í leit að „hinum þögla morðingja“ eins og það er kallað, dulda krabbameinið sem getur gert mikinn óskunda.

„Hann þræddi mynda­vél um kokið í mag­ann og svo fór hann með hana um ristil­inn. Ég beið átekta og spurði: „Að hverju varstu að leita í mag­an­um?“ Hann svaraði: „Að „óvin­in­um“, sem oft býr um sig þar og er „helíkób­akt­ería“, en hún mynd­ar svo maga- og skeifug­arn­arsár og síðar oft krabba­mein.“ Svo bætti hann við: „En veistu það, ristill­inn þinn er hreinn eins og Hval­fjarðargöng­in en óvin­ur­inn er kom­inn í mag­ann.“

Ekki skimað

Guðni segist svo hafa fengið þau skilaboð frá Ásgeiri að hann myndi koma óvininum fyrir kattarnef. Allt sem til þyrfti væri ein pilla á dag í eina viku. „Það verður átakalaus magahreinsun og þú ert laus við þann arma þræl,“ hefur Guðni eftir Ásgeiri.

Hann segir að þetta hafi allt gengið eftir en svo hafi Ásgeir bætt við: „En veistu að ristil­krabba­mein er annað eða þriðja al­geng­asta krabba­mein meðal Íslend­inga og önn­ur al­geng­asta dánar­or­sök­in af völd­um krabba­meins. Flest­ar þjóðir hafa byrjað skimun eft­ir þessu krabba­meini en ekki við Íslend­ing­ar. Þeir eru marg­ir sem koma í svona skoðun ári of seint! Dauðinn hef­ur heltekið lík­amann og dreift sér.“

Guðni segir að fleiri atriðum megi ekki gleyma, svo sem sykursýkinni eða blöðruhálskirtlinum. Staðreyndin sé sú að við erfum kostina frá mæðrum og feðrum okkar en gallana einnig.

„Að lok­inni ristil­spegl­un­inni gekk ég skjálf­andi til gjald­ker­ans, skoðunin kostaði þá aðeins 10% af því sem 15 þúsund kíló­metra skoðunin á bíln­um kostaði, en ekki ek ég hon­um um vegi lands­ins ef „hinn þögli morðingi“ fær að búa um sig í maga eða ristli.

Þessi grein er skrifuð líf­inu og lækn­is­fræðinni til dýrðar og til sona þessa lands að hætta að hugsa eins og kján­ar: „Það kem­ur ekk­ert fyr­ir mig!“

Við erum all­ir jafn­ir fyr­ir sjúk­dóm­un­um en sum­ir jafn­ari en aðrir, mun­um að: „Illt er í ætt gjarn­ast.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki