fbpx
Laugardagur 19.janúar 2019
FókusKynning

Tímaritið Sumarhúsið og garðurinn: Ástríða fyrir sumrinu og garðrækt

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 15. apríl 2018 13:45

Vorið er annatími hjá Auði I. Ottesen, framkvæmda- og ritstjóra tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn. Hún er í önnum við að forsá í gróðurhúsinu þessa dagana auk þess að halda námskeið í ræktun og sýningarhaldi. Í gróðurhúsinu hennar eru vorlaukar og smáplöntur af ýmsu kryddi og maturtum auk fjölda sumarblóma sem teygja sig upp úr moldinni og það er augljóst að garðyrkja er hennar hjartans mál og ástríða. Bæði í útgáfunni og garðinum að Fossheiði 1 á Selfossi.

Tímaritið Sumarhúsið og garðurinn er glæsilegt 100 síðna blað sem kemur út fimm sinnum á ári og er sneisafullt af fróðleik og hagnýtum ráðum, öllu sem viðkemur sumarhúsalífinu og garðrækt. „Við höfum alltaf verið lánsöm með samstarfsmenn, ég er afar þakklát stórum hópi fagmanna sem hafa unnið blaðið með okkur. Með góðum pennum hefur blaðið alltaf verið fjölbreytt og höfðar til afar stórs hóps, langt út fyrir þá sem eiga bústað eða garð,“ segir Auður og bætir við að hún sé einnig afar þakklát tryggum áskrifendum og kaupendum blaðsins.

Hundraðasta tölublað væntanlegt í haust

Auður hefur ritstýrt tímaritinu Sumarhúsið og garðurinn í 18 ár en saga blaðsins nær aftur til ársins 1993. Í  haust verður útgáfu tölublaðs númer 100  fagnað með viðeigandi hætti. „Við erum búin að vera í þessu lengi, Sumarhúsið og garðurinn byrjaði sem dreifirit undir nafninu Sumarhúsið og varð að áskriftariti þegar ég tók við ritstjórn þess. Síðan þá hefur starfsemin í kringum útgáfuna aukist og auk blaðsins höfum við gefið út alls níu bækur um garðyrkju og garðahönnun.“ Samhliða útgáfu hefur Sumarhúsið og garðurinn staðið að sýningum og útgáfu bóka sem eru skyldueign fyrir hvern þann sem vill sinna garðinum af metnaði, vandlega myndskreyttar og kafað djúpt ofan í viðfangsefnið.

Hafa kennt um 1.800 manns að rækta
Árið 2009 bættist svo við metnaðarfullt námskeiðahald hjá Sumarhúsinu og garðinum og hafa um 1.800 manns sótt námskeiðin þeirra í mat- og kryddjurtarækt, ræktun ávaxtatrjáa og berjarunna, moltugerð og garðaskipulagi svo eitthvað sé nefnt. „Við byrjuðum með námskeiðin strax eftir kreppu og urðum fljótlega vör við að áhugi á garðrækt, og sérstaklega matjurtarækt, hafði aukist töluvert. Við erum í dag með góða aðstöðu til námskeiðahalds á Selfossi, kennum verklega þáttinn í gróðurhúsunum. En ég hef farið um allt land og kennt og haldið erindi á fundum og veitt ráðgjöf.“

Upplýsingar um námskeiðin er hægt að nálgast á  heimasíðu Sumarhússins og garðsins, rit.is, og Fésbókarsíðunni Sumarhúsið og garðurinn. „Næstu námskeiðin okkar eru kryddjurtanámskeið, annað haldið í samvinnu við Kaffi Laugalæk í Reykjavík, 16. apríl, og hitt á Selfossi, 22. apríl. Í maí erum við með matjurtanámskeið og námskeið í ræktun ætra plantna og hraukhaugagerð.“

Auður flutti á Selfoss fyrir sex árum ásamt manni sínum, Páli Jökli Péturssyni, og þaðan ritstýrir hún blaðinu. „Undanfarin ár höfum við verið að útbúa aðstöðu til námskeiða og sýningarhalds á Selfossi. Er við keyptum húsið í Fossheiðinni 2011 var garðurinn í órækt, grasflötur framan við húsið en illgresisfláki fyrir aftan. Nú erum við komin með flottan garð sem ég nota á námskeiðunum og þar er aðstaða til að gera tilraunir með mismunandi tegundir og  ræktunaraðferðir. Ég er með tvö gróðurhús í bakgarðinum, annað er upphitað, þar sem ég forrækta og er með tómatplöntur á sumrin. Í hinu eru berjarunnar og ávaxtatré sem eru í blóma núna og góð aðstaða fyrir nemendur til að athafna sig,“ segir hún.

Fyrir fjórum árum hafði Auður frumkvæði að stofnun grenndargarðs á Selfossi þar sem bæjarbúar rækta saman grænmeti. „Ég held utan um grenndargarðinn en bæjarfélagið sér um skráningu og rukkar. Við erum nokkur sem ræktum saman og er félagsskapurinn og sköpunin þar mér mikils virði. Þar er ég að gera ýmsar tilraunir í vistrækt (permaculture) og alltaf að prófa nýjar tegundir.“

Boðið í garðinn og upp á ástarpunga
Apríl er einn annamesti mánuðurinn hjá Auði. Sumarhúsið og garðurinn tekur þátt í fyrirtækjasýningu sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum og er með í Vorgleði í Garðheimum helgina 21.–22. apríl. Svo býður Auður áskrifendum og velunnurum heim í Fossheiðargarðinn sunnudaginn 22. apríl . „Ég tek á móti gestum fyrsta sunnudaginn á komandi sumri. Verð með plöntusýningu, fræ til sölu og býð upp á spjall um ræktun yfir kaffibolla. Vinkona mín bakar fyrir mig ástarpunga sem ég býð með kaffinu. Á þessum tíma eru ávaxtatrén í stærra gróðurhúsinu í blóma og gróskulegt í því upphitaða þar sem hundruð smáplantna af matjurtum og blómplöntum eru að vaxa. Ég vil hlúa að áskrifendum blaðsins og velunnurum okkar með því að bjóða þeim í garðinn og um leið koma hugmyndum og þekkingu á framfæri.“

Sjá nánar á rit.is

Ágúst Borgþór Sverrisson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Í gær

Þ. Þorgrímsson & Co: Hreinlegar lausnir og auðveld uppsetning

Þ. Þorgrímsson & Co: Hreinlegar lausnir og auðveld uppsetning
Kynning
Fyrir 3 dögum

Fyrsta skiptið hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda

Fyrsta skiptið hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda
Kynning
Fyrir 6 dögum

Fanntófell flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði

Fanntófell flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði
Kynning
Fyrir 6 dögum

Mjög löng frakt? Ekkert mál fyrir Fraktlausnir

Mjög löng frakt? Ekkert mál fyrir Fraktlausnir
Kynning
Fyrir 1 viku

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund
Kynning
Fyrir 1 viku

MD Vélar: Þenslutengi, sérhæft fyrirtæki með alhliða þjónustu

MD Vélar: Þenslutengi, sérhæft fyrirtæki með alhliða þjónustu
Kynning
Fyrir 1 viku

Girnilegar nýjungar frá Castello

Girnilegar nýjungar frá Castello
Kynning
Fyrir 2 vikum

Klifurhúsið: Klifur er lífsstíll

Klifurhúsið: Klifur er lífsstíll