fbpx
Laugardagur 19.janúar 2019
FókusKynning

Aukin færni til að takast á við lífið – Lýðháskólinn á Flateyri opnar fyrir umsóknir

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 15. apríl 2018 12:00

Nám í lýðháskólum er ótrúlega skemmtilegt og þroskandi og eflir meðal annars sköpunargáfu og almenna færni. Mikill hluti námsins fer fram fyrir utan hefðbundna kennslustofu. Ungt fólk sem hefur nýlokið framhaldsskólaprófi velur gjarnan að fara í lýðháskóla og fá þannig næði og tíma til að átta sig á styrkleikum, veikleikum og vilja til frekara náms. Einnig er algengt að fólk sem ekki hefur lokið framhaldsskólaprófi sæki í lýðháskóla og nýti þannig tækifæri sem þetta til að hefja nám á ný.

 

Lýðháskólinn á Flateyri auglýsir eftir umsóknum til náms frá og með 15. apríl en kennsla hefst haustið 2018. Umsóknir fara fram á  lydflat.is þar sem nálgast má upplýsingar um skólann og námsframboð frá og með 15. apríl.

 

Skólinn, námsframboð og kennarar verða einnig kynntir á Facebook.com/Lydhaskoli

Námsbrautir og námskeið

Við skólann verður kennt á 2 námsbrautum sem hver um sig tekur við að hámarki 20 nemendum.

 

Hafið, fjöllin og þú

Með námsbrautinni er lögð áhersla á að nýta þær auðlindir sem til eru í náttúru, menningu og samfélagi á Flateyri og í nærsveitum og með námskeiðum er lögð áhersla á færni, þekkingu og verkefni sem miða að því að nemendur verði færari í að ferðast um í náttúrunni, njóta hennar og nýta sér auðlindir hennar á öruggan og umhverfisvænan máta. Að loknu námi munu nemendur hafa öðlast færni í að takast á við áskoranir og verkefni við ólíkar aðstæður, einir síns liðs og í hópum – færni sem nýtast mun í hvers kyns komandi verkefnum lífsins.

 

Hugmyndir, heimurinn og þú

Með námsbrautinni er lögð áhersla á hugmyndavinnu og sköpun og útfærslu í hvers kyns formum, auk tjáningar og miðlunar. Með námskeiðum er lögð áhersla á ólík skapandi verkefni sem miða að því að nemendur öðlist færni í heimildaöflun, markvissri hugmyndavinnu og sköpun í ólíkum formum auk miðlunar til samfélagsins.

Að loknu námi mun einstaklingurinn hafa þroskast sem skapandi einstaklingur og safnað að sér færni, verkfærum og tækni sem nýtast mun í þarfri verkfærakistu fyrir komandi verkefni lífsins.

Uppbygging náms

Öll námskeið við Lýðháskólann á Flateyri eru kennd í 2ja vikna stuttum en hnitmiðuðum lotum. Með stuttum námslotum er auðveldara fyrir nemendur og kennara að einbeita sér að hverju námskeiði fyrir sig og kynna sér viðfangsefnin til hlítar. Einnig gefst aukið svigrúm fyrir kennara og nemendur til að staldra við áhugaverð viðfangsefni eftir þörfum hverju sinni. Þetta fyrirkomulag skapar jafnframt aukin tækifæri til að fá reynslumikið fólk og fagaðila víðsvegar af landinu og utan úr hinum stóra heimi til að kenna námskeið við skólann.

 

Skólagjöld og umsóknir

Nemendur við Lýðháskólann á Flateyri greiða skólagjöld sem eru 200 þúsund krónur fyrir hvora önn.

 

Innifalið í skólagjöldum er morgun- og hádegismatur alla virka skóladaga, námsefni og ferðir og verkefni sem tengjast vinnu og verkefnum við skólann.

Camilla Edwards skinning up Eyrarfjall, the mountain above the town of Flateyri

Umsóknarfrestur og skilyrði

Ekki er um eiginlegan umsóknarfrest að ræða. Opnað er fyrir umsóknir 15. apríl. Afgreiðsla umsókna hefst 1. maí og verða umsóknir sem berast fyrir þann tíma settar í forgang. Eftir það afgreiðum við umsóknir jafnóðum og þær berast.

 

Umsækjendur eru hvattir til að sækja um sem fyrst til að auka líkur á inntöku. Það er takmarkað pláss á hverri önn, fyrstir koma, fyrstir fá. Ef nemendur sækja um og það er þegar orðið fullt er þeim boðið að vera á biðlista og/eða fá pláss á næstu önn.

 

Hver sem náð hefur 18 ára aldri við upphaf námsannar getur sótt um skólavist við Lýðháskólann á Flateyri. Við leitum eftir nemendum sem eru áhugasamir, viljugir og tilbúnir til að taka þátt, deila ábyrgð og prófa eitthvað nýtt.

 

Aðeins hluti af námi við Lýðháskólann fer fram innandyra, í hefðbundinni kennslustofu. Við verðum á mismunandi stöðum og stundum úti, í öllum veðrum og stundum við líkamlega krefjandi aðstæður.  Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að vera hreyfanlegur og til í ýmislegt. Það er mikilvægt að nemendur séu opnir fyrir nýjum upplifunum og því að reyna á sig við aðstæður sem þeir hefur ekki verið í áður. Að þora að stökkva – það er viðhorfið sem gildir.

 

Líf við nám og störf með nýjum áherslum og í öðrum takti

Í Lýðháskólanum á Flateyri hefur fólk frelsi til menntunar út frá einstaklingsbundnum forsendum. Nemendur fá tækifæri til að þroskast og læra í nánu samneyti við aðra nemendur og íbúa á Flateyri. Nemendur takast á við ólík og spennandi viðfangsefni, reyna sig í aðstæðum og verkefnum og hafa þannig tíma og tækifæri til að átta sig á styrkleikum sínum án áherslu á próf og einingar.

 

Við Lýðháskólann á Flateyri eru nemendur í miðjunni. Þeir fá stuðning frá kennurum, samfélagi nemenda og íbúa þar sem þekking, færni og hæfni nemenda verður til með þátttöku þeirra í verkefnum sem tengjast atvinnulífi, náttúru, samfélagi og menningu.

 

Nemendur þjálfast í virkri og skapandi hugsun í gegnum verkefni sem krefjast samvinnu og ólíkrar reynslu. Skipulag og uppbygging námsins er með þeim hætti að reglulega takast nemendur á við þemaverkefni sem sameina atriði sem teljast til þeirra námskeiða sem kennd verða en tengjast um leið lífi, samfélagi og menningu á staðnum og í samfélagi skólans.

Hvað er lýðháskóli?

Nám við lýðháskóla er ólíkt því sem við eigum að venjast í hefðbundnum framhaldsskólum. Í lýðháskóla fá nemendur og kennarar tækifæri til að vera við leik og störf og prófa sig við ólík viðfangsefni án þess að þurfa að sökkva sér niður í fræðilegar kenningar og skólabækur.

 

Samtöl og samvinna, verklegt nám og vettvangsferðir eru nokkur lykilorð í gildum og starfsaðferðum lýðháskóla. Lýðháskólar eru ekki bundnir af lögum um hefðbundna framhaldsskóla sem þýðir að þeir eru laus við próf og hefðbundnar kennsluáætlanir. Námsmat og endurgjöf fæst þannig ekki með hefðbundnum prófum og einkunnum fyrir vinnu nemenda heldur í gegnum fundi og samtöl við aðra nemendur, kennara og íbúa samfélagsins sem umkringir skólann. Þetta gefur lýðháskólum frelsi til að mennta og þroska nemendur með óhefðbundnum en árangursríkum leiðum.

 

Svo miklu meira en bara skóli

Dvöl við Lýðháskólann á Flateyri snýst um svo miklu meira en bara nám og skóla. Á meðan á dvöl nemenda á Flateyri stendur munu þeir búa með öðrum nemendum, borða með þeim, læra, þrífa, skemmta sér og vera hluti af samfélagi þar sem allir hafa sömu skyldur og sömu réttindi.

 

Í anda lýðháskóla er samfélagsþátttaka mikilvægur hluti af gildum Lýðháskólans á Flateyri. Rík áhersla er lögð á að nemendur og íbúar nærliggjandi sveitarfélaga vinni í náinni og virkri samvinnu að því að auðga mannlífið með því að efna til viðburða, blása til veislu, stuðla að samveru eða auka við þá þjónustu og afþreyingu sem býðst í hverju bæjarfélagi. Þannig erum nemendur, aðstandendur skólans og íbúar á Flateyri, sameiginlega ábyrg fyrir því að þær auðlindir sem búa í samfélaginu og þeim nemendum sem það auðga, skili sér til baka í einhverju sem annars hefði ekki orðið til. Sem annars hefði ekki gerst.

 

Fyrir hverja er lýðháskóli?

Lýðháskólar gera sjaldnast sérstakar inngöngukröfur sem tengjast menntun eða fyrri störfum en geta í samræmi við áherslur hvers skóla lagt mismunandi áherslur þegar þeir velja nemendur. Þar vega áhugasvið, viðhorf og persónuleiki umsækjenda iðulega þyngst.

 

Ungt fólk sem hefur nýlokið framhaldsskólaprófi velur gjarnan að fara í lýðháskóla og fá þannig næði og tíma til að átta sig á styrkleikum, veikleikum og vilja til frekara náms. Einnig er algengt að fólk sem ekki hefur lokið framhaldsskólaprófi sæki í lýðháskóla og nýti þannig tækifæri sem þetta til að hefja nám á ný. Markmiðið er að fólk á öllum aldri geti dvalið í eina eða tvær annir við lýðháskóla, kynnst nýjum stað og fólki, tekist á við ólík viðfangsefni og haft gagn og gaman af.

 

Algengur aldur nemenda við lýðháskóla er 18-30 ára en nemendur eru þó gjarnan eldri. Við lýðháskóla finnur þú þannig oft fólk fram eftir aldri við nám og störf. Við tökum því gjarnan á móti nemendum sem eru eldri en 30 ára og ekki síður bjóðum við fjölskyldufólk velkomið.

 

Þjóðfélagsleg áhrif lýðháskóla

Lýðháskóli svarar ríkri kröfu um aukna valkosti í menntun á Íslandi. Það er nýlunda á Íslandi að einstaklingum standi til boða að búa og nema í samfélagi utan síns byggðarlags við skóla þar sem ekki er lögð áhersla á hefðbundinn námsárangur og prófgráður.

 

Ný og yfirgripsmikil greining, sem unnin var fyrir Samtök lýðháskóla í Danmörku (Folkehöjskolernes Forening i Danmark (FFD)) sýnir veruleg áhrif af veru í lýðháskóla á ungt fólk sem hefur fallið úr skóla í hinu hefðbundna menntakerfi. Líkurnar á að snúa aftur til náms aukast verulega við veru í lýðskóla. Niðurstöður greiningarinnar benda einnig til þess að ungir brottfallsnemendur sem sótt hafa lýðháskóla séu talsvert líklegri til að ljúka síðar menntun á æðri stigum en þeir sem ekki hafa sótt slíka skóla.

 

Vera í lýðháskóla á einnig virkan þátt í að auðvelda brottfallsnemendum, fólki í atvinnuleit og starfsendurhæfingu að halda virkni sinni og skapa því leiðir til að auka möguleika sína til atvinnuþátttöku með því að nýta bæði námsskrá og það samfélag sem skólinn býður upp á.

 

Frekari upplýsingar

Helena Jónsdóttir, skólastjóri Lýðháskólans á Flateyri

skolastjori@lydflat.is

s. 661 7808

 

lydflat.is

Facebook.com/Lydhaskoli

 

Ágúst Borgþór Sverrisson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Í gær

Þ. Þorgrímsson & Co: Hreinlegar lausnir og auðveld uppsetning

Þ. Þorgrímsson & Co: Hreinlegar lausnir og auðveld uppsetning
Kynning
Fyrir 3 dögum

Fyrsta skiptið hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda

Fyrsta skiptið hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda
Kynning
Fyrir 6 dögum

Fanntófell flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði

Fanntófell flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði
Kynning
Fyrir 6 dögum

Mjög löng frakt? Ekkert mál fyrir Fraktlausnir

Mjög löng frakt? Ekkert mál fyrir Fraktlausnir
Kynning
Fyrir 1 viku

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund
Kynning
Fyrir 1 viku

MD Vélar: Þenslutengi, sérhæft fyrirtæki með alhliða þjónustu

MD Vélar: Þenslutengi, sérhæft fyrirtæki með alhliða þjónustu
Kynning
Fyrir 1 viku

Girnilegar nýjungar frá Castello

Girnilegar nýjungar frá Castello
Kynning
Fyrir 2 vikum

Klifurhúsið: Klifur er lífsstíll

Klifurhúsið: Klifur er lífsstíll