fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Kokteilsósan skiptir Bandaríkjamönnum í tvær fylkingar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. apríl 2018 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómatsósuframleiðandinn Heinz hefur blásið til atkvæðagreiðslu um það hvort fyrirtækið eigi að hefja framleiðslu á vöru þar sem uppistaðan er blanda af majónesi og tómatsósu. Eins og Íslendingar vita er útkoman kokteilsósa þegar þessum tveimur hráefnum er blandað saman.

Heinz birti færslu á Twitter þar sem notendur voru hvattir til að kjósa um það hvort fyrirtækið ætti að setja sósuna á markað. 500 þúsund atkvæði þarf til að svo verði en þegar þetta er skrifað hafa um 380 þúsund manns sagt já, eða 55 prósent kjósenda, á meðan 45 prósent kjósenda hafa sagt nei.

En hvað á sósan að heita? Heinz hefur lagt til að sósan heiti Mayochup (af hverju ekki cocktail-sauce?) og hefur það lagst misjafnlega fyrir. Nicole Kulwicki, yfirmaður markaðsmála hjá Heinz, segir að nafnið Ketchonaise komi einnig til greina en neytendur muni þó hafa lokaorðið hvað þetta varðar.

Aðdáendur kokteilsósunnar hér á landi vita að erfitt getur verið að fá hana á veitingastöðum erlendis. Þó er ekki svo að um sé að ræða íslenska uppfinningu eins og sumir halda þó skoðanir um það séu skiptar.

Árið 2014 sagði matreiðslumeistarinn Úlfar Eysteinsson að kokteilsósan væri alíslensk, Magnús Björnsson á Aski hefði fundið hana upp. Egill Helgason benti svo á það á bloggsíðu sinni að í Bandaríkjunum væri sósan þekkt undir nafninu Fry Sauce, eða Burger Sauce og hún hefði fyrst komið fram á sjónarsviðið árið 1948. Einhverra hluta vegna hefur hún þó ekki hlotið jafn mikla útbreiðslu og hér á landi.

Það er þó aldrei að vita nema kokteilsósan nái loks þeirri útbreiðslu sem hún á skilið vestan hafs, en þá undir nafninu Mayochup eða Ketchonaise.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“