fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
FókusKynning

Jógvan flytur perlur Dean Martin og Frank Sinatra: „Ég hef ástríðu fyrir þessari tónlist“

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. apríl 2018 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef ástríðu fyrir þessari tónlist og annarri gamalli dægurlagatónlist og nýt þess að flytja hana. Alveg eins og við spilum Mozart enn þann dag í dag þá eigum við líka að hlusta á svona klassík,“ segir söngvarinn Jógvan Hansen en hann heldur tónleika til heiðurs Dean Martin og Frank Sinatra í Salnum í Kópavogi næstkomandi föstudagskvöld.

Jógvan, sem er frá Færeyjum, er mjög þekktur söngvari hér á landi og hefur verið áberandi í tónlistarlífinu. Það er hins vegar ekki mjög langt síðan hann fór að huga að þessum gömlu dægurlagaperlum og komst að því að þessi tónlist hentar söngrödd hans mjög vel:

„Mín meginástríða er að flytja tónlist, helst á hverjum degi, og ég syng allt sem ég er beðinn um ef ég ræð við það. En ég hef komist að því að lög í þessum stíl henta röddinni minnir betur en allt annað. Eftir að Elvis ruddi brautina fyrir rokkið fóru dægurlagasöngvarar að þenja og hækka röddina meira og satt að segja hentar slíkur söngstíll mér síður en þessi lágstemmdi söngur í gömlu klassísku dægurlagatónlistinni. Síðan eru textarnir í þessum lögum frábærir. Það skiptir máli hvernig orðunum er raðað saman og það er hægt að segja „Ég elska þig“ á bæði flatneskjulegan og frumlegan hátt,“ segir Jógvan og bætir við að söngvarar á borð við Ragga Bjarna og Hauk Morthens séu líka hluti af þessari klassísku dægurlagahefð og hann er mjög hrifinn af þeirra söngstíl.

Sérstakur gestur á tónleikum Jógvans á föstudagskvöldið er hinn vinsæli söngvari Friðrik Ómar Hjörleifsson. Miðasala á tónleikana stendur núna yfir á tix.is og salurinn.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum