fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
FókusKynning

Jötunnhlaupið 1. maí: Slétt braut sem er kjörin til að bæta tímann sinn

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 31. mars 2018 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaupahópurinn Frískir Flóamenn hefur um árabil staðið fyrir hlaupaæfingum og keppnishlaupum. Í janúar í fyrra gerði hópurinn fimm ára samstarfssamning við Jötunn Vélar um nýtt götuhlaup, Jötunnhlaupið. Hlaupið er haldið 1. maí ár hvert og hefst kl. 13. Það fer því alltaf fram á frídegi og því tilvalið að skella sér á Selfoss og taka þátt í skemmtilegu hlaupi. Um er að ræða 5 og 10 kílómetra hlaup sem hefst og endar við Jötunn Vélar. Hlaupið er á sléttri braut innanbæjar á Selfossi og að hluta til á bökkum Ölfusár. Lengd beggja hlaupa er löglega mæld samkvæmt reglum FRÍ. Flögutími verður í hlaupinu í ár en var ekki áður.

Forskráning er á hlaup.is og lýkur 30. apríl kl. 21.00. Einnig verður hægt að skrá sig í Jötunn Vélum frá kl. 11 á hlaupadegi, þá verða keppnisnúmer jafnframt afhent. Skráningu lýkur kl. 12.20. Þátttökugjald er 2.500 krónur fyrir 16 ára og eldri en 1.500 krónur fyrir 15 ára og yngri. Greiða þarf með reiðufé því ekki er posi á staðnum.

 

Keppendur fá frían aðgang í Sundhöll Selfoss eftir hlaup. Vegleg sérverðlaun frá Jötunn Vélum verða fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í hvorri vegalengd um sig. Jafnframt verða verðlaun fyrir fyrsta keppanda í hverjum aldursflokki og útdráttarverðlaun.

Sem fyrr segir er brautin flöt og upplögð til að bæta tímann sinn. Hlaupið er meðfram bökkum Ölfusár og um nýtt hverfi í hraðri uppbyggingu. Hlaupaleiðina má sjá á meðfylgjandi mynd. Aðrar myndir eru af sigurvegurum í hlaupinu 2017, í hvorri vegalengd.

Æfingar Frískra Flóamanna eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.15 og á laugardögum kl. 10, farið er frá Sundhöll Selfoss og eru allir velkomnir, ekkert gjald. Nánari upplýsingar um Jötunnhlaupið veita Aðalbjörg í síma 820-6882 og Svanlaug í síma 862 7564. Sjá einnig á hlaup.is. og friskirfloamenn.blog.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum