fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FókusKynning

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka: Fjölmennasti hlaupaviðburður ársins

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 30. mars 2018 13:00

Eva Björk Ægisdóttir: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í 35. sinn þann 18. ágúst og er fjölmennasti hlaupaviðburður ársins þar sem um 15.000 hlauparar koma saman á öllum aldri, íslenskir og erlendir. Erlendir þátttakendur voru árið 2017 um 4.000 frá 87 löndum, svo margir hafa þeir ekki verið áður.

Þátttakendur geta valið á milli fimm vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og mismunandi getustig. Hlaupaleiðin er fjölbreytt og farið er framhjá helstu kennileitum borgarinnar og á nokkrum stöðum má finna hvatningar- og skemmtistöðvar á vegum borgara, góðgerðafélaga, samstarfsaðila og skipuleggjanda hlaupsins. Engum ætti að leiðast í þessu hlaupi.

 

Hlaupurum er boðið upp á að hlaupa til góðs og safna áheitum sem renna til ákveðinna góðgerðafélaga eða hópa. Áheitasöfnunin fer fram á hlaupastyrk.is þar sem fjölmörg góðgerðafélög hafa skráð sig til leiks og allir ættu að geta látið gott af sér leiða og um leið að rækta líkama og sál. Árið 2017 var sett nýtt met í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka þegar hlauparar söfnuðu 118.583.717 krónum til 152 góðgerðafélaga.

Skráningarhátíð hlaupsins fer fram í Laugardalshöll dagana 16. og 17. ágúst. Skráningarhátíðin er hluti af stórsýningunni FIT&RUN þar sem aðilar úr heilsugeiranum kynna heilsufæði, fatnað, skóbúnað o.fl., einnig verður boðið upp á skemmtilegar uppákomur. Hlauparar eru hvattir til að skrá sig fyrir 15. maí og ná lægsta verðinu.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er hlaupaviðburður fyrir alla til þess að hreyfa sig og ná markmiðum sínum hvort sem þau eru að slá met eða hreyfa sig með fjölskyldunni eða vinum. Allir eru sigurvegarar þegar komið er í mark.

Nánari upplýsingar er að finna inni á marathon.is og hlaupastyrkur.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum