fbpx
Mánudagur 22.apríl 2024
Fókus

Söngkeppni Samfés: Aníta stóð uppi sem sigurvegari

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 24. mars 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aníta Daðadóttir úr félagsmiðstöðinni Fönix í Kópavogi vann Söngkeppni Samfés sem fór fram fyrr í dag í Laugardalshöllinni, en keppnin var jafnframt sýnd í beinni útsendingu á RÚV.

Í öðru sæti var Benedikt Gylfason frá félagsmiðstöðinni Bústöðum í Reykjavík og í þriðja sæti Elva Björk Jónsdóttir frá félagsmiðstöðinni Eden í Grundarfirði.

Aðrir vinningshafar voru Emma Eyþórsdóttir frá félagsmiðstöðinni Tían í Reykjavík fyrir besta frumsamda lagið og Unnur Elín Sigursteinsdóttir frá félagsmiðstöðinni Aldan í Hafnarfirði var valin Bjartasta vonin.

Salka Sól Eyfeld var kynnir keppninnar, en að þessu sinni kepptu 29 atriði í úrslitum eftir forkeppnir í hverjum landshluta. Í dómnefnd sátu Aron Hannes Emilsson, Dagur Sigurðsson, Hildur Stefánsdóttir, Ragna Björg Ársælsdóttir og Rakel Pálsdóttir.

Aníta á ekki langt að sækja sönghæfileikana, en móðir hennar er söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir, sem hefur meðal annars keppt fyrir hönd Íslands í Eurovision.

Söngkeppnin hefur verið mikilvægur viðburður í starfi Samfés allt frá stofnun samtakanna árið 1985. Á Söngkeppninni gefst unglingum kostur á að koma fram og syngja fyrir framan jafnaldra sína af landinu öllu og ljóst að þúsundir unglinga hafa komið fram í gegn um tíðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana