fbpx
Laugardagur 19.janúar 2019
Fókus

Kolbeinn endaði á geðdeild: „Afneitun er sterkasta aflið, sterkara en þörfin til að drekka“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 20. mars 2018 20:00

Kolbeinn Óttarsson Proppé

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna áttaði sig ekki á að hann væri alkahólisti þrátt fyrir að enda inn á geðdeild vegna drykkju, svo sterk var afneitunin. Í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV lýsir Kolbeinn því þegar hann byrjaði að drekka aðeins 11 ára gamall á Siglufirði og þegar hann fann loks botninn fyrir fjórum árum.

 „Ég hafði engan stoppara, tveir bjórar á barnum og það varð fyllerí. Ég varð sjaldan þunnur og átti ekki í vandamálum með svefn, þannig að þetta gekk alveg. Fyrr en ég átta mig á er ég kominn með stimpilinn að vera drykkjumaður, ég upplifi það ekki sem vandamál fyrr en ég var að sækja um vinnu og kemst að því að meðmælandi talar um að ég drekki mikið. Þá er fertugur,“

segir Kolbeinn. Afneitunin var það sterk að hann áttaði sig ekki á að hann væri alkahólisti þrátt fyrir að enda inn á geðdeild vegna drykkju. „Afneitun er sterkasta aflið, sterkara en þörfin til að drekka. Þú sérð það sem vandamál á meðan þú ert niðri. Þú sverð það á mánudegi að drekka aldrei aftur en á fimmtudeginum er þetta aldrei vandamál.“

Hvernig kom það til að þú endaðir inni á geðdeild vegna drykkju?

„Þetta var 2003. Þá var ég búinn að vera í slæmum aðstæðum, búinn að drekka í nokkra daga og sofa eiginlega ekki neitt. Ég var bara orðinn ruglaður.“

Þegar þarna kemur við sögu er Kolbeinn orðinn tveggja barna faðir. „Það fara öll prinsipp frá þér. Ég sleit samvistum árið 2002, fyrst ertu rosa fínn, vika og vika, svo fer að kvarnast úr því og svo var ég kominn í þá stöðu að það var langt síðan ég sá barnið mitt því ég var svo upptekinn að sinna því að vera alkahólisti. Þarna hefði ég getað fundið minn botn, en ég gerði það ekki.“

Á þessu tímabili var Kolbeinn hvað lengst niðri, en síðan náði hann stöðugleika í lífinu þrátt fyrir að vera áfram virkur alkahólisti. „Ég hafði þá sýn á sjálfan mig að ég væri rosa frjáls hugur og hálf vorkenndi þessum smáborgurum í kringum mig sem voru bundnir af fjölskyldu og húsnæðislánum. Innst inni öfundaði ég þetta fólk.“ Kolbeinn fór í meðferð 2012. „Ég var dreginn inn og ég var að þessu fyrir aðra. Það entist nokkra mánuði.“

Hvenær finnur þú svo botninn?

„Það er 2014. Það er svo skrítið, botninn svokallaði getur komið í raun og veru hvenær og hvar sem er. Það er ekki endilega þegar þú ert búinn að gera skelfilegustu hlutina. Ég var kominn í vinnu og drykkjan farin að þvælast fyrir mér, ég sá þetta sem vandamál. Mætti seint, oft veikur, þóttist vera á fundi úti í bæ. Ég vaknaði einn morguninn í íbúð vestur í bæ sem ég var að leigja, hefði átt að vera mættur í vinnuna og var að velta fyrir mér hvernig ég ætti að tækla þennan daginn. Ég var búinn að búa þarna í sex mánuði, horfði í kringum mig, sá kassa sem ég var ekki búinn að taka upp úr. Þarna rennur upp fyrir mér, okei, þarna kemst ég aldrei lengra í lífinu en þetta. Ef ég er heppinn þá næ ég að viðhalda þessu en líklegast fer allt versnandi. Fjölskyldutengsl, fjármálin, allt í rúst. Allt svo óyfirstíganleg vandamál að það tekur því ekki að byrja að reyna að leysa þau. Þarna gafst ég upp.“

Ítarlegt viðtal við Kolbein birtist í helgarblaði DV.

Ari Brynjólfsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á Röggu nagla: Birti mynd af sér fyrir 10 árum – Sjáðu muninn

Ótrúleg breyting á Röggu nagla: Birti mynd af sér fyrir 10 árum – Sjáðu muninn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sveppi missti bróður sinn: „Þetta var hræðilegt og truflar mig ennþá daginn í dag“

Sveppi missti bróður sinn: „Þetta var hræðilegt og truflar mig ennþá daginn í dag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Netflix stefnt vegna Black Mirror Bandersnatch

Netflix stefnt vegna Black Mirror Bandersnatch
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kata er kúl og komin á Instagram

Kata er kúl og komin á Instagram
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þitt eigið leikrit Ævars vísindamanns – Áhorfendur taka virkan þátt í sýningunni

Þitt eigið leikrit Ævars vísindamanns – Áhorfendur taka virkan þátt í sýningunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á Atla Fannari: Birti mynd af sér fyrir 10 árum – Sjáðu muninn

Ótrúleg breyting á Atla Fannari: Birti mynd af sér fyrir 10 árum – Sjáðu muninn