fbpx
Sunnudagur 16.desember 2018
Fókus

Halldór Helgason tilnefndur sem snjóbrettamaður ársins

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. desember 2018 14:00

Akureyringurinn Halldór Helgason snjóbrettamaður er tilnefndur til þriggja verðlauna af vinsælasta og virtasta tímaritinu í snjóbrettaheiminum, Transworld Snowboarding.

Halldór er tilnefndur annað árið í röð sem snjóbrettamaður ársins, en þau verðlaun eru valin af 100 fremstu snjóbrettamönnum heims, sem uppáhalds snjóbrettamaður lesenda tímaritsins og fyrir besta atriði ársins í snjóbrettamynd.

Atriðið sem Halldór er tilnefndur fyrir er úr myndinni The Future of Yesterday, sem kom út i haust. Myndin er einnig tilnefnd sem snjóbrettamynd ársins en bróðir Halldórs, Eiríkur Helgason, er einnig með atriði í myndinni.

Aðrir sem tilnefndir eru sem snjóbrettamenn ársins eru Torstein Horgmo, Kazu Kokubo, Eric Jackson og Austin Sweetin. 

Halldór er einn af viðmælendum í þriðju seríu Atvinnumenn Íslands sem Auðunn Blöndal vinnur nú að.

Fylgjast má með Halldóri á Facebook og Instagram.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Kjartan lenti í sjóslysi:- „Ég verð að ná að ná höndinni svo þeir geti saumað hana aftur á“

Kjartan lenti í sjóslysi:- „Ég verð að ná að ná höndinni svo þeir geti saumað hana aftur á“
Fókus
Fyrir 2 dögum

DV velur Mann ársins 2018: Taktu þátt í valinu

DV velur Mann ársins 2018: Taktu þátt í valinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Högni á trúnó – „Það að ná þér aftur og koma þér saman er mikill sigur“

Högni á trúnó – „Það að ná þér aftur og koma þér saman er mikill sigur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

FM Belfast byrjaði sem jólagrín

FM Belfast byrjaði sem jólagrín
Fókus
Fyrir 3 dögum

Góðverkadagur Dalvíkurskóla – Hvetur nemendur til samkenndar og góðvildar

Góðverkadagur Dalvíkurskóla – Hvetur nemendur til samkenndar og góðvildar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ísheit Reykjavík stendur yfir – Stærsta samstarfsverkefni Norðurlanda í dansi

Ísheit Reykjavík stendur yfir – Stærsta samstarfsverkefni Norðurlanda í dansi