fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Fókus

Ragga nagli – „Kona með áræðni er Gugga sem teymir menn á asnaeyrunum“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. desember 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um af hverju við erum ekki komin lengra en umræðan í dag, þar á meðal Klaustursumræðan, sýnir.

Konur þurfa að brjóta mörg glerþök til að komast til metorða.
Rífa niður marga múra til að komast í valdastöður.

Á leiðinni mætir þeim líka kaldur mótvindur.

Kona með skoðanir er tík.
Kona með áræðni er Gugga sem teymir menn á asnaeyrunum.
Kona með fötlun er spendýr í sjónum.
Kona sem sýnir tilfinningar er klikkuð kunta sem grenjar sig áfram.
Kona með völd er eins og ryðgað útigrill. Má muna sinn fífil fegurri.

Fagleg afrek. Feminísk afrek. Akademísk afrek.
Það eru aukaatriði.

Kona er smættuð niður í kynveru og básúnað óumbeðið álit um útlit og líkama.

Það eru skaðleg skilaboð til ungra kvenna að líkami og útlit sé það sem þær verða metnar að verðleikum í framtíðinni.


Ekki vitsmunirnir. Ekki metnaðurinn. Ekki dugnaðurinn.
Ekki þrautseigjan. Ekki árangurinn.

Vorum við ekki komin lengra en þetta?

Hvaða líkamsímynd býr það til hjá óharðnaðri æsku ?

Að þung viðurlög séu við því að viðhalda ekki eilífum æskuljóma með húð eins og barnarass.
Sektaður fyrir að fella tár á almannafæri.
Jafnframt sé refsivert að vera fatlaður og samkynhneigður… og flest allt annað sem ekki er hvítur miðaldra karlmaður.

Refsingin felst í að reisa um þig níðstöng í fjarvist þinni.
Kerfisbundið ofbeldi með orðum.
Blammeringar. Svívirðingar. Lítillækkun. Smánun. Niðurrif. Fyrirlitning.


Við kennum börnum að taka ábyrgð á eigin hegðun.
Að orð og gjörðir hafi afleiðingar.
Ljót orð um annað fólk meiði og særi tilfinningar.
Að orðin sem við veljum séu birtingarmynd hugsana okkar.
Að fordómar eigi aldrei rétt á sér.

Hvaða skilaboð fá börn í dag frá valdamönnum þjóðarinnar um orð og afleiðingar?

Stundum er ekki nóg að segja bara „Sorrý.“

Facebooksíða Röggu nagla.

 

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Öll tíst á einum stað: Ekki missa af einni mínútu í kvöld

Öll tíst á einum stað: Ekki missa af einni mínútu í kvöld
Fókus
Í gær

Seinni undanúrslit söngvakeppninnar í kvöld – Hvert er þitt uppáhald?

Seinni undanúrslit söngvakeppninnar í kvöld – Hvert er þitt uppáhald?
Fókus
Fyrir 2 dögum

DV Tónlist kl. 13: Dj flugvél og geimskip

DV Tónlist kl. 13: Dj flugvél og geimskip
Fókus
Fyrir 2 dögum

Spennt og stressuð fyrir Söngvakeppninni: „Sköpun hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi“

Spennt og stressuð fyrir Söngvakeppninni: „Sköpun hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bíóhornið: Vesalings elskendur og vegleg vélmenni

Bíóhornið: Vesalings elskendur og vegleg vélmenni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda Björgvins birtir goðsagnakennt myndband: „Á sunnudögum erum við oftast með smyglað“

Edda Björgvins birtir goðsagnakennt myndband: „Á sunnudögum erum við oftast með smyglað“