fbpx
Þriðjudagur 22.janúar 2019
Fókus

Nýtt lag með DayDream: Þakklátur fólkinu sem studdi hann þegar honum fannst hann ekki geta stigið upp úr rúminu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. desember 2018 16:45

Örn Smári er kornungur tónlistarmaður frá Akureyri og gengur hann undir listamannsnafninu DayDream. Hann er aðeins 19 ára og hefur áður gefið út fimm lög. Hatur og ást er hins vegar fyrsta lagið hans á íslensku, en það er að finna í spilaranum hér að neðan. Hin fjögur lögin eru á ensku. Um lagið Hatur og ást og hvernig það varð til segir Örn Smári:

„Lagið snýst um hvernig fjölskyldan mín hefur alltaf verið til staðar fyrir mig, alveg sama hvað.
Hvernig ég hef gengið í gegnum erfið tímabil eins og svo margir aðrir, við eigum öll erfiða daga og góða daga. Að ég náði að draga sjálfan mig upp þrátt fyrir að ég héldi að ég gæti það ekki, ég var fastur i holu þar sem ég sá varla sólina. Þetta er erfið lífssýn, einhvern veginn fattar maður ekki alla góðu hlutina í kringum sig. Það er margt gott við líf mitt, vinirnir, fjölskyldan, skólinn, vinnan og eitt af því mikilvægasta fyrir mér tónlistin. Ég er þakklátur fyrir það fólk sem er náið mér og fyrir að það hefur alltaf stutt mig, jafnvel þegar mér fannst ég varla geta staðið upp úr rúminu.“

Hatur og ást á Spotify

DayDream á Spotify

Facebook-síða DayDream

Ágúst Borgþór Sverrisson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Ragga deildi blóðugri mynd á Instagram – „Þið ættuð að sjá hinn gaurinn“

Ragga deildi blóðugri mynd á Instagram – „Þið ættuð að sjá hinn gaurinn“
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Sarah Jessica Parker tísar endurkomu Carrie

Sarah Jessica Parker tísar endurkomu Carrie
Fókus
Í gær

Ljósið fékk góða gjöf – „Svona framlag skiptir sköpum“

Ljósið fékk góða gjöf – „Svona framlag skiptir sköpum“
Fókus
Í gær

Vildu fanga hráleikann í nýju kynningarmyndbandi fyrir Austurland

Vildu fanga hráleikann í nýju kynningarmyndbandi fyrir Austurland
Fókus
Í gær

Nýr sálfræðitryllir Netflix lofar góðu – Sjáðu stikluna

Nýr sálfræðitryllir Netflix lofar góðu – Sjáðu stikluna
Fókus
Í gær

Á móti sól gefur út nýtt lag – Salt með Madnesssveiflu

Á móti sól gefur út nýtt lag – Salt með Madnesssveiflu