fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Apple Airpods tróna á toppi jólagjafaóskalista Íslendinga

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. desember 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Já hefur tekið saman þær vörur sem landsmenn hafa mest verið að skoða fyrir jólin í vöruleit Já.is. Listarnir eru tveir, annars vegar þær vörur sem hafa oftast verið skoðaðar í vöruleitinni og hins vegar þær vörur sem hafa oftast verið settar í óskalista en allt vöruúrval íslenskra vefverslana er nú aðgengilegt á nýjum Já.is og á einum stað er nú hægt að leita í vöruúrvali tæplega 400 íslenskra vefverslana, sem er bylting fyrir íslenska neytendur.

Þegar listarnir eru bornir saman má sjá að margt er ólíkt með þeim. Snyrtivörur eru til að mynda áberandi á óskalistum landsmanna og eru Estée Lauder rakadropar sem vinna gegn ótímabærri öldrun í öðru sæti yfir þær vörur sem oftast eru settar í óskalista. Það þarf þó mögulega hugrekki til að láta þá rata í jólapakkann. Hins vegar tróna Apple AirPods heyrnartólin á toppnum á báðum listum og því allar líkur á að þau muni lenda í mörgum jólapökkum í ár og hitta beint í mark.

Mest skoðuðu vörurnar á lista Já:

  1. Apple AirPods
    2. Bose QC35 II heyrnartól
    3. 66° Norður Jökla úlpa
    4. Daniel Wellington úr
    5. Bose SoundSport Free heyrnartól
    6. Reflections Ophelia kertastjaki
    7. Cintamani Unnur úlpa
    8. Nike Tech Fleece hettupeysa
    9. Nike Tech Fleece buxur
    10. Royal Copenhagen Mæðraplattinn 2018

Vörurnar sem oftast eru settar á óskalista á lista Já:

1. Apple AirPods
2. Estée Lauder Advanced Night Repair rakadropar sem vinna gegn öldrun
3. Apple Watch Series 4 úr
4. Glamglow Supermud Clearing maski
5. 66° Norður Jökla úlpa
6. Bose SoundSport Free heyrnartól
7. Lúxuspakki frá Eco By Sonya
8. Nike Power buxur
9. Urð Stormur ilmkerti
10. Marc Inbane brúnkusprey

500.000 vörur frá íslenskum vefverslunum eru nú aðgengilegar í leit á nýjum og endurbættum Já.is en nýr vefur var settur í loftið fyrir stuttu með það að markmiði að auðvelda Íslendingum að gera bestu kaupin.  Í vöruleitinni geta notendur Já.is fundið og borið saman vörur og verð frá mismunandi söluaðilum, búið til óskalista og fengið sendar tilkynningar þegar vörur eru á tilboði eða þegar verð breytist. Óskalistunum er hægt að deila með vinum og vandamönnum, sem mun án efa létta mörgum lífið á síðustu metrunum fyrir jól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“