fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Kristín Adda: „Ég er spilafíkill, ég er kona og ég er ekki þessi staðalmynd af spilafíkli“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 21. desember 2018 19:00

Mynd: Skjáskot / úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Skömmin sem fylgir spilafíkn er rosalega mikil og það hefur gríðarleg áhrif á allt sem þú gerir. Það fer allt í rugl,“ segir Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV í handbolta. Á dögunum var hann í fyrsta hlaðvarpsþætti ÍBV í umsjón Daníels Geirs Moritz, þar sem rætt var við hann ásamt Kristínu Öddu Einarsdóttur, eiginkonu hans. Kristinn fer yfir tímabilið hingað til í handboltanum og rifjar upp liðin ár.

Hjónin ræða einnig um veikindi og áföll sem hafa dunið á fjölskyldu þeirra og hvernig spilafíkn Kristínar hefur haft áhrif á hana og fjölskylduna alla. Þau eiga saman tvö börn.

Kristín rifjar upp gríðarleg veikindi og segist hafa verið með brostna heilsu út allt árið 2016. Hún fór fram og aftur til læknis og komu engar niðurstöður. Þá leitaði hún til mágkonu sinnar, sem er læknir og kemur í ljós að hún er með risastórt æxli í móðurlífinu. Æxlið reyndist vera góðkynja en gekk hún í gegnum ýmsar aðgerðir til vonar og vara. „Það var allt tekið,“ segir hún. „Ef maður hefði viljað prófa að bæta öðru barni við, þá var sá möguleiki farinn.“

„Ógeðslegt fyrirbæri“

Að sögn Kristínar voru margvísleg áföll sem hjónin urðu fyrir í gegnum árin en bætir við að nokkur þeirra hafa leitt til þess að hún fór að spila netspil heima hjá sér til að græða peninga. „Þetta var svona „casino-spil“ og var allt bara glimmer og stjörnur fyrst. Ég græddi fullt af peningum en svo fór ógæfan að segja til sín,“ segir Kristín.

Ég er ekki alkóhólisti, þannig að ég veit ekki hvernig það er, en það finnst alltaf lyktin af þér þegar þú fellur og fólk sér það. En það er rosalega auðvelt að vera virkur spilafíkill án þess að nokkur taki eftir því.

Það er ekki fyrr en við flytjum til Vestmannaeyja og þá fer ég inn á Vog. Þá var ég búin að spila í tvö ár og spilaði frá mér andlegri heilsu.

Þegar hjónin eru spurð að því hvaða áhrif þetta hafi haft á fjölskylduna segir Kristinn þau hafa verið gríðarlega ætandi og skefur ekki af því hversu stór áhrifin voru. „Spilafíknin er algjör djöfull. Þetta er ógeðslegt fyrirbæri,“ segir Kristinn.

Þegar ég áttaði mig á því hvað væri í gangi, þá var þetta algjört sjokk. Staðalímyndin að spilafíkli er karlmaður, þannig að þetta kom mér í opna skjöldu.

Kristinn segir spilafíknina hafi algjörlega tekið eiginkonu sína úr sambandi, að líf hennar var bersýnilega farið að molna. Þá bætir Kristín við að svona fíkn fylgi ekki bara barátta við sjálfan sig, heldur jafnframt barátta við fordómana.

„Minn stærsti sigur þegar ég gekk inn á Vog var að segja: „Ég er spilafíkill, ég er kona og ég er ekki þessi staðalmynd af spilafíkli,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“