fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Jólamarkaður Gamla bíós – Kósý jólastemning í fornfrægu húsi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. desember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólamarkaður verður haldinn í Gamla bíó föstudaginn og laugardaginn 21. og 22. desember frá klukkan 15-22.


Alls kyns varningur og góðgæti verða á boðstólum: ilmandi kakó, vöfflur, jólaglögg og fleira ljúfmeti verður í létta jóla-kaffihúsinu sem poppa mun upp í andyrinu. Það verður kósý jólastemning í þessu fornfræga og fallega húsi í hjarta borgarinnar. Á markaðnum mun ægja saman handverki, hönnun, list, framandi varningi og skemmtilegri tónlist. 

 

Það er Markaðstorg hins himneska friðar í samstarfi við Gamla bíó sem standa fyrir þessum skemmtilegheitum, en þau hafa áður staðið fyrir POPUP mörkuðum víðsvegar um borgina frá því síðsumars, með markaðs uppákomum og gleði fyrir vegfarendur.

Það verða um 20 söluaðilar og listamenn á svæðinu og allir ættu að geta fundið eitthvað fallegt í jólapakkann: íslenska hönnun, skart, list margskonar, handofin silkisjöl frá framandi slóðum, fatnað, ódýrar barnabækur og alls kyns gersemar til að gleðja sína nánustu eða bara sig sjálf.

 

DJ Sir Dancelot og Kiddi Kanína sjá um ljúfa og hressa tóna til að halda uppi rétta jólaandanum. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“