fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Fókus

Kolbrún: „Ekkert kerfi er hafið yfir gagnrýni“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 2. desember 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum birti Agnes Bára Aradóttir brot úr skýrslutöku yfir manni sem hún kærði fyrir nauðgun. Ekki var gefin út ákæra í málinu þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellis, þrátt fyrir að sakborningur virðist játa að hafa gert sér grein fyrir að kynferðislegir tilburðir hans væru brotaþola í óþökk.
Blaðamaður settist af þessu tilefni niður með Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara til að ræða um rannsóknir og saksókn kynferðisbrota á Íslandi.

Þetta er brot úr stærra viðtali úr helgarblaði DV

Gæði framburðar og hversu fljótt mál koma inn á borð lögreglu skiptir miklu máli

„Það er mikið vald sem felst í ákæruvaldinu og með það þarf að fara varlega.“ Þetta segir Kolbrún og tekur fram að vegna þessa ábyrgðarhlutverks og þeirrar sérstöðu sem kynferðisbrot hafa innan refsivörslukerfisins þá sé stöðugt reynt að gera betur. „Þar sem sönnunarfærslan í þessum málum kjarnast um framburði þá skiptir höfuðmáli að við fáum góðan framburð strax í upphafi. Á það höfum við lagt áherslu.“ Lögreglumenn sem að slíkum málum koma fá fræðslu um hvernig eigi að taka slíkar skýrslur, hvernig spurninga beri að spyrja, og hvernig eigi að nálgast slík samtöl. „Góður undirbúningur og góð þjálfun skiptir rosalegu máli, sem og hversu fljótt málið kemst til vitundar lögreglunnar, bæði upp á framburð sem og möguleikann á að tryggja sönnunargögn ef þeim er til að dreifa

Þetta erum við alltaf að reyna að bæta, takmark okkar með sakamálarannsókn er að fá hið sanna og rétta fram. Þá skiptir meginmáli að umbúnaður í kringum skýrslutökur sé með þeim hætti að við fáum réttan og góðan framburð.“

Ekkert kerfi hafið yfir gagnrýni

Gjarnan hefur verið spurt til hvers brotaþolar ættu að standa í því að kæra, ólíklegt sé að það erfiði skili þeim einhverju og kerfið sé þeim óvinveitt. „Ekkert kerfi er hafið yfir gagnrýni“, segir Kolbrún, kerfið hafi batnað mikið en alltaf megi gera betur. „En það er vont þegar við tölum kerfið niður.“

„Við erum með hlutlausa lögreglu og ákæruvald og það verður aldrei 100% ákært og 100% sakfellt í kynferðisbrotum. Við getum hins vegar bætt vinnuferlana hjá okkur, bætt rannsóknirnar okkar svo við getum betur fengið fram hið sanna og rétta.“

Við skýrslutöku lögreglu hefur brotaþolum fundist eins að að þeim sé ráðist þegar spurt er um áfengisdrykkju, klæðaburð og álíka. Kolbrún segir að þessar spurningar séu hluti af verklagi lögreglu og geti skipt miklu máli til dæmis varðandi það hvort meintur gerandi hafi notfært sér ölvunarástand, hvort að í fatnaði finnist einhver lífsýni eða til að aðstoða lögreglu við að greina brotaþola á upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Lögreglumaðurinn fer eftir ákveðnu verklagi og þarf að fá ákveðin atriði fram til fá sem mest af upplýsingum úr skýrslutökunni.

Vilja bæta upplifun brotaþola

Í dag hafa lögregla og ákæruvaldið sett það sér markmið að bæta reynslu og upplifun einstaklinga af kerfinu. Vilja þau að brotaþolar geti litið til baka og sagt: „Ég er samt ánægður með samskipti mín við þetta kerfi, það var komið vel fram við mig, mér fannst ég njóta virðingar, fannst ég fá upplýsingar og ég er sátt/ur við málsmeðferðina, jafnvel þótt niðurstaðan hafi ekki verið sú sem ég vonaðist eftir.“

Hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra er í gangi tilraunaverkefni þar sem þolendum kynferðisbrota er ekki tilkynnt um niðurfellingu máls þeirra bréfleiðis líkt og hefur tíðkast. Þess í stað er viðkomandi boðaður á fund til lögreglu með réttargæslumanni þar sem niðurstaðan er kynnt og brotaþola gefinn kostur á að fá svör við spurningum sínum. „Meðal annars stendur til að meta upplifun brotaþola af þessu nýja fyrirkomulagi í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því og hvert framhalds verkefnisins verður.“

Kolbrún fagnar allri umræðu um kynferðisbrotin en þó hætti henni til að verða mjög svarthvít. „Mér finnst öll umræða um kynferðisbrot vera góð, svo lengi sem hún er málefnaleg, fagleg og byggð á staðreyndum.“

Blaðamaður þakkar Kolbrúnu fyrir gífurlega upplýsandi samræður og minnir á að sakfellingahlutfall nauðgunarmála er, þrátt fyrir að vera lægra en í öðrum brotaflokkum, samt um 70%. Hins vegar, af tæplega tæplega sjö hundruð skjólstæðingum Stígamóta í fyrra kærðu aðeins um ríflega tíu prósent þeirra. Samkvæmt Stígamótum er hlutfall þeirra sem kæra að aukast en ljóst er að það er gífurlega mikilvægt fyrir brotaþola að leita til lögreglu um leið og þeir treysta sér til. Jafnvel þó að mál sé fellt niður eða því ljúki með sýknu þá geta kærur aukið vitund almennings um það samfélagslega vandamál sem kynferðisbrot eru og mynda þrýsting á kerfið til að bæta málsmeðferð. Þar að auki geta brotaþolar lýst því yfir með kæru að þeir beri ekki ábyrgð á nauðguninni. Með kæru geta þeir skilað skömminni.

 

Erla Dóra Magnúsdóttir
erladora@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Alda Karen gengin út
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Möller sviptir hulunni af sínu vinsælasta lagi: „Þetta er náttúrulega bara klámtexti“

Helga Möller sviptir hulunni af sínu vinsælasta lagi: „Þetta er náttúrulega bara klámtexti“
Fókus
Í gær

Rosana er Bom Dia-konan – Varð ástfangin af Íslandi út af Nígeríusvindlara – Reyndi að vara Jón Gnarr við

Rosana er Bom Dia-konan – Varð ástfangin af Íslandi út af Nígeríusvindlara – Reyndi að vara Jón Gnarr við
Fókus
Í gær

Vinsælasta YouTube-stjarna heims gerist Íslandsvinur: „Vá hvað þetta er flott útsýni… nei, gleymið þessu“ – Sjáðu myndbandið

Vinsælasta YouTube-stjarna heims gerist Íslandsvinur: „Vá hvað þetta er flott útsýni… nei, gleymið þessu“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur