fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Þórhildur Kristín sigraði Tikitail – Hafði ekki hugmynd um hver verðlaunin væru

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. desember 2018 15:00

Þórhildur Kristín Lárentsínusdóttir Mynd: Einar Ingi Sigmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Kristín Lárentsínusdóttir, eða Tóta, stóð uppi sem sigurvegari í íslandsmeistarakeppninni í Brennivín-kokteilum nú á dögunum.  Keppnin fór fram á nýjasta kokteilklúbbi landsins, Miami á Hverfisgötu, og bar nafnið Tikitail 2018.  Færustu barþjónar landsins kepptust við að tvinna saman hið séríslenska Brennivín og suðræna, framandi tóna svokallaðra Tíkí-drykkja við góðan orðstír.  Alls kepptu 11 keppendur í úrslitum keppninnar.

Vissi ekki af verðlaununum

Verðlaunin í keppninni voru ekki af lakara taginu en sigurvegarinn hlaut ferð til hinnar framandi New Orleans borgar í Louisiana á bransahátíðina Tales of the Cocktail sem er einhver sú eftirsóttasta í heimi.  Tóta vissi hinsvegar ekki af verðlaununum þegar hún sigraði heldur var það áhugi hennar á íslenska Brennivíninu og ástríða fyrir kokteilum sem dreif hana áfram.

Fyrst og fremst er ótrúlega gaman að fá að keppa í svona keppnum og þá sérstaklega með Brennivín sem ég er mikill aðdáandi að.  Ég hef mjög gaman af því að vinna með íslenska menningu og byggði kokteilinn algjörlega á því konsepti og að nota íslensk hráefni.  Það var síðan frábær bónus að komast að því að ég væri á leið til New Orleans en ég hafði ekki hugmynd um það þegar ég var tilkynnt sem sigurvegari – ég er ótrúlega spennt fyrir að fá að upplifa hátíðina þar.

Frábær og einstakur drykkur

Sigurdrykkur Tótu ber nafnið The Icelandic Brennivín Tiki way og óhætt að segja að hún hafi farið alla leið í sameiningu sinni á íslenskri menningu og Tíkí-stílnum að mati Hlyns Árnasonar, þróunarstjóra Brennivíns og dómara í keppninni.

Það var mikið um frábærar útfærslur og keppendur almennt að gera mjög gott mót.  Það eru ýmsir þættir sem telja í svona keppni en þyngst eru það kynning og framkoma keppenda og auðvitað bragð, útlit og konsept drykkjarins.  Þá er mikilvægt að grunndrykkurinn, Brennivín, spili mikilvæga rullu í bragðinu.  Tóta skoraði hæst í það heila enda frábærlega framkvæmt að öllu leyti.  Í drykknum náði hún fram þessari suðrænu stemningu á sérstaklega þjóðlegan hátt; notaði mysu til að sýra drykkinn og vann með rabbabara og heimagerðan berjalíkjör svo eitthvað sé nefnt.  Eins var framreiðslan og kynning til fyrirmyndar.

Ásamt honum sátu í dómnefnd þeir Joe Spiegel, eigandi Brennivín America og Kári Sigurðsson sigurvegari keppninnar árið 2015 og barþjónn á Apótekinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“