fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Fókus

Ritdómur um Sorgarmarsinn: Tónlistin í hversdagsleikanum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 1. desember 2018 13:00

Gyrðir Elíasson: Sorgarmarsinn

Útgefandi: Dimma

164 bls.

Hvers vegna fæst fólk við listsköpun? Til að gera sig ódauðlegt með meistaraverki eða öðlast skilning á lífinu? Eða er einhver önnur ástæða? Til að græða hjartasár? Kannski einmitt það síðastnefnda, því sjaldan hefur heilandi hlutverk listsköpunar opinberast undirrituðum með jafn áþreifanlegum hætti og við lestur nýjustu bókar Gyrðis Elíassonar sem ber heitið Sorgarmarsinn. Þetta er lokaverkið í þríleik sem hófst með Sandárbókinni og var fram haldið með Suðurglugganum. Fyrsta bókin fjallar um listmálara, önnur um rithöfund og nú er komið að tónskáldi. Allir eiga mennirnir það sameiginlegt að halda inn í einangrun í litlu þorpi og reynast vera úr tengslum við annað fólk og jafnvel sjálfa sig.

Aðalpersónan í Sorgarmarsinum glímir við mikla sorg, barnslát og yfirvofandi sambandsslit. Enn fremur hvílir yfir honum skuggi ofbeldisfulls föður frá æskuárunum. En kannski er villandi að segja að hann glími við sorgina. Er hann ekki frekar að flýja hana, neita að horfast í augu við hana og eigin tilfinningar? Maðurinn fæst við tónlistarsköpun með þeim hætti að hann verður hvarvetna fyrir hughrifum af hljóðum í umhverfinu og párar lítil tónstef innblásin af þeim með nótnaskrift í litla minnisbók. Listaverk einkennast af reglu og samræmi, þau koma reglu á óreiðuna sem virðist blasa við í veröldinni og stundum í lífi okkar og tilfinningalífi. Ekki er hægt að verjast þeirri tilhugsun að með þessari sköpun sé sögupersónan að finna sér athvarf frá glundroðanum í eigin lífi.

Daglegt líf okkar er fullt af smámunum sem eru okkur kærir en okkur þykir ekki frásagnarverðir: Minnisbókin okkar sem við höldum upp á, skrýtni kaupmaðurinn í litlu búðinni sem við erum orðin vön að sjá reglulega. Í verkum Gyrðis er athyglinni beint að þessu smáa því þegar allt kemur til alls þá er lífið fyrst og fremst ofið úr smámunum. Dramatíkin, angistin og sálarátökin mara síðan undir yfirborðinu án þess að vera nefnd berum orðum.

Stílfimi Gyrðis Elíassonar er rómuð og alþekkt en hefur kannski aldrei risið hærra en í þessum unaðslega texta þar sem sorg, kímni og fegurð mynda lágstemmda en afar eftirminnilega hljómkviðu. Sorgarmarsinn er kannski ekki besta bók sem ég hef lesið en hún er örugglega í hópi þeirra bestu. Um leið er hún einhvern veginn fullkomin – gallalaus listasmíði. Hér ætti ekki að hnika til orði. Það er hægt að njóta þess að lesa hana aftur og aftur eða grípa niður í henni hér og hvar, njóta stílsnilldarinnar og lesa ávallt eitthvað nýtt úr úr textanum.

Þetta er lágstemmt og látlaust meistaraverk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Leikdómur: Rejúníon- „Marglaga verk um lífið“

Leikdómur: Rejúníon- „Marglaga verk um lífið“
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Berglind Festival fer yfir jólaundirbúninginn – „Ég myndi aldrei borða KFC á aðfangadag“

Berglind Festival fer yfir jólaundirbúninginn – „Ég myndi aldrei borða KFC á aðfangadag“
Fókus
Í gær

Linda Pé var dómari í Ungfrú Heimur 2018

Linda Pé var dómari í Ungfrú Heimur 2018
Fókus
Í gær

Margir minnast Einars Darra: „Hann var með bros sem lýsti upp allt í kringum hann“

Margir minnast Einars Darra: „Hann var með bros sem lýsti upp allt í kringum hann“
Fókus
Í gær

DV Tónlist á föstudaginn : FM BELFAST

DV Tónlist á föstudaginn : FM BELFAST
Fókus
Í gær

Frækileg fjölgun frægra á árinu

Frækileg fjölgun frægra á árinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún Dröfn fann upprunann á verndarsvæði: „Ég gekk beint að leiðinu hennar ömmu því ég fann fyrir sterkum tengslum við hana“

Guðrún Dröfn fann upprunann á verndarsvæði: „Ég gekk beint að leiðinu hennar ömmu því ég fann fyrir sterkum tengslum við hana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elsta jólagjöf Þórunnar

Elsta jólagjöf Þórunnar