fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Fókus

Auður Ava, Hildur Knútsdóttir og fleiri góðir höfundar tilnefndir til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 1. desember 2018 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var tilkynnt um hvaða höfundar hljóta tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Forseti Íslands afhendir verðlaunin í lok janúar á næsta ári. Verðlaunaféð er 1 milljón króna. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki en flokkarnir eru þrír: Skáldverk, Fræðibækur og rit almenns eðlis, Barna- og unglingabækur.

Eftirtalin verk eru tilnefnd í flokki skáldverka:

Ungfrú Ísland, skáldsaga eftir Auði Övu Ólafsdóttur
Lifandilífslækur, skáldsaga eftir Bergsvein Birgisson
Sálumessa, ljóðabók eftir Gerði Kristnýju
Sextíu kíló af sólskini, skáldsaga eftir Hallgrím Helgason
Haustaugu, ljóðabók eftir Hannes Pétursson

 

Eftirtaldar bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

Þjáningarfrelsið. Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur
Flóra Íslands. Blómplöntur og birkningar eftir Hörð Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóru Ellen Þórhallsdóttur
Bókasafn föður míns eftir Ragnar Helga Ólafsson
Kristur. Saga hugmyndar eftir Sverri Jakobsson
Skúli fógeti – faðir Reykjavíkur eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur

 

Eftirtaldar bækur eru tilnefndar í flokki barna-og ungmennabóka:
Sagan af Skarphéðni Dungal sem setti fram kenningar um eðli alheimsins eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring,
Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur,
Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur,
Silfurlykillinn eftir Sigrúnu Eldjárn og Sölvasaga Daníelssonar eftir Arnar Má Arngrímsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Alda Karen gengin út
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Möller sviptir hulunni af sínu vinsælasta lagi: „Þetta er náttúrulega bara klámtexti“

Helga Möller sviptir hulunni af sínu vinsælasta lagi: „Þetta er náttúrulega bara klámtexti“
Fókus
Í gær

Rosana er Bom Dia-konan – Varð ástfangin af Íslandi út af Nígeríusvindlara – Reyndi að vara Jón Gnarr við

Rosana er Bom Dia-konan – Varð ástfangin af Íslandi út af Nígeríusvindlara – Reyndi að vara Jón Gnarr við
Fókus
Í gær

Vinsælasta YouTube-stjarna heims gerist Íslandsvinur: „Vá hvað þetta er flott útsýni… nei, gleymið þessu“ – Sjáðu myndbandið

Vinsælasta YouTube-stjarna heims gerist Íslandsvinur: „Vá hvað þetta er flott útsýni… nei, gleymið þessu“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur