fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Fókus

Auður Ava, Hildur Knútsdóttir og fleiri góðir höfundar tilnefndir til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 1. desember 2018 19:50

Í dag var tilkynnt um hvaða höfundar hljóta tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Forseti Íslands afhendir verðlaunin í lok janúar á næsta ári. Verðlaunaféð er 1 milljón króna. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki en flokkarnir eru þrír: Skáldverk, Fræðibækur og rit almenns eðlis, Barna- og unglingabækur.

Eftirtalin verk eru tilnefnd í flokki skáldverka:

Ungfrú Ísland, skáldsaga eftir Auði Övu Ólafsdóttur
Lifandilífslækur, skáldsaga eftir Bergsvein Birgisson
Sálumessa, ljóðabók eftir Gerði Kristnýju
Sextíu kíló af sólskini, skáldsaga eftir Hallgrím Helgason
Haustaugu, ljóðabók eftir Hannes Pétursson

 

Eftirtaldar bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

Þjáningarfrelsið. Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur
Flóra Íslands. Blómplöntur og birkningar eftir Hörð Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóru Ellen Þórhallsdóttur
Bókasafn föður míns eftir Ragnar Helga Ólafsson
Kristur. Saga hugmyndar eftir Sverri Jakobsson
Skúli fógeti – faðir Reykjavíkur eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur

 

Eftirtaldar bækur eru tilnefndar í flokki barna-og ungmennabóka:
Sagan af Skarphéðni Dungal sem setti fram kenningar um eðli alheimsins eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring,
Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur,
Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur,
Silfurlykillinn eftir Sigrúnu Eldjárn og Sölvasaga Daníelssonar eftir Arnar Má Arngrímsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Leikdómur: Rejúníon- „Marglaga verk um lífið“

Leikdómur: Rejúníon- „Marglaga verk um lífið“
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Berglind Festival fer yfir jólaundirbúninginn – „Ég myndi aldrei borða KFC á aðfangadag“

Berglind Festival fer yfir jólaundirbúninginn – „Ég myndi aldrei borða KFC á aðfangadag“
Fókus
Í gær

Linda Pé var dómari í Ungfrú Heimur 2018

Linda Pé var dómari í Ungfrú Heimur 2018
Fókus
Í gær

Margir minnast Einars Darra: „Hann var með bros sem lýsti upp allt í kringum hann“

Margir minnast Einars Darra: „Hann var með bros sem lýsti upp allt í kringum hann“
Fókus
Í gær

DV Tónlist á föstudaginn : FM BELFAST

DV Tónlist á föstudaginn : FM BELFAST
Fókus
Í gær

Frækileg fjölgun frægra á árinu

Frækileg fjölgun frægra á árinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún Dröfn fann upprunann á verndarsvæði: „Ég gekk beint að leiðinu hennar ömmu því ég fann fyrir sterkum tengslum við hana“

Guðrún Dröfn fann upprunann á verndarsvæði: „Ég gekk beint að leiðinu hennar ömmu því ég fann fyrir sterkum tengslum við hana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elsta jólagjöf Þórunnar

Elsta jólagjöf Þórunnar