fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Vill ekkert með dóttur sína hafa

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Owen með barnsmóður sinni, Varunie.

Gamanleikarinn Owen Wilson er sagður hafa engan áhuga að hitta nýfæddu stúlkuna sem hann eignaðist með fyrrum ástkonu sinni, Varunie Vongsvirates. Vefur fréttamiðilsins Us Weekly segir meðal annars frá þessu.

Greint er frá því að leikarinn hafi mætt fyrir rétti og hafnað boði um að deila forræði dótturinnar, að hann hafi hakað við reitinn „Engar heimsóknir“ þegar hann leysti málið fyrir dómnefnd í sumar.

Owen hafði í fyrstu grunsemdir um að ekki væri um blóðdóttir hans að ræða. Þá fór hann í faðernispróf þar sem staðfest var að hann ætti stúlkuna sem fæddist í október og hefur hlotið nafnið Lydia.

Þau Owen og Varunie áttu í fimm ára ástarsambandi en heimildir Us Weekly herma að hann vilji ekki hitta Lydiu né koma nálægt málinu. Þar segir einnig að leikarinn hafi ekki enn séð dóttur sína eftir að hún kom í heiminn. Ólíklegt þykir að það breytist á næstunni.

Varunie birti mynd af dóttur þeirra á Instagram, sem sjá má hér að neðan.

❤️

A post shared by Varunie (@varunie) on

Fyrir á Wilson tvo drengi, þá Robert Ford (7) og Finn Lindqvist (4) sem hann átti úr fyrri samböndum. Owen sagði í viðtali við fréttaveituna The Sun í fyrra að föðurhlutverkið væri honum ómetanlegt. „Ég er strax farinn að sjá hvernig drengirnir verða á unglingsaldrinum,“ segir hann á léttum nótum, „hvernig þeir munu snúast gegn mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“