fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Fókus

Íslenskir listamenn sýna í Los Angeles

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 09:30

Freyja Eilíf, Katrína Mogensen, Kristín Morthens og Sara Björg sýna í Durden and Ray, Los Angeles. 

Efri röð, vinstri til hægri: Freyja Eilíf, Sara Björg. Neðri röð, vinstri til hægri, Katrína Mogensen, Kristín Morthens.

Þann 10. nóvember opnar sýningin Synthetic Shorelines í Durden and Ray gallerí í Los Angeles, samsýning átta íslenskra og bandarískra listamanna sem er sýningarstýrt af Freyju Eilíf í samvinnu við Durden and Ray, kollektíf sýningarstjóra og listamanna í Los Angeles. Á sýningunni eru framsett verk fjögurra íslenskra og fjögurra bandarískra listamanna sem skoða gervistrandlínur og manngerð landamæri, áferðir og formgerðir sem mætast í nýstárlegum hugmyndum og lifandi hugsunum. Listamenn sem eiga verk í sýningunni eru: Dani Dodge, David Leapman, Freyja Eilíf, Katrína Mogensen, Kristín Morthens, Sara Björg og Ty Pownall. 

Mynd af verkinu „Leiðsla inn á stafrænar víddir“ eftir Freyju Eilíf þar sem gestum býðst hugleiðsla inn í eigin sýndarveruleik til að ná sambandi við eigin tölvuanda.

Sýningaropnun verður 10. nóvember 19:00 – 22:00 í Durden and Ray gallerí, 1206 Maple Ave, #823 og sýningin stendur opin til 1. desember. Þann 17. nóvember fremur Katrína Mogensen svo gjörninginn „Dog barks like girl“ í rýminu. 

Freyja Eilíf

 

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Fríða Dominosdrottning á von á sér

Anna Fríða Dominosdrottning á von á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

John Legend fagnar fertugsafmæli – 007 þema, rúllettuborð og læti

John Legend fagnar fertugsafmæli – 007 þema, rúllettuborð og læti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Átökin á Norður-Írlandi

Átökin á Norður-Írlandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lói þú flýgur aldrei einn – Atli Örvarsson stýrir hljómleikabíósýningu

Lói þú flýgur aldrei einn – Atli Örvarsson stýrir hljómleikabíósýningu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapewine – Ólafur Arnalds listamaður ársins

Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapewine – Ólafur Arnalds listamaður ársins