fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Fókus

Dagur gegn einelti – Fræðum börnin okkar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 09:00

Dag­ur­inn 8. nóv­em­ber ár hvert er helgaður bar­átt­unni gegn einelti í skól­um. Á þess­um degi eru já­kvæð sam­skipti í fyr­ir­rúmi og er skóla­sam­fé­lagið hvatt til að taka hönd­um sam­an gegn einelti.

Einelti hef­ur marg­vís­leg­ar af­leiðing­ar bæði fyr­ir nem­end­ur sem verða fyr­ir því og þeirra fjöl­skyld­ur. Vert er að muna að gerend­ur eru gjarn­an börn sem sjálf hafa þolað einelti og finnst þau valda­laus. Oft er það hinn þögli meiri­hluti sem læt­ur einelti viðgang­ast en færri sýna ábyrgð og bregðast við.

„Miðlun góðra lífs­gilda, reglu­leg fræðsla og umræður um einelti og af­leiðing­ar þess eru nauðsyn­leg­ar. Öflug for­vörn gegn einelti er að veita börn­um skipu­lega þjálf­un í að vera sam­an í leik og starfi þar sem lýðræði, mann­rétt­indi og jafn­rétti er haft að leiðarljósi. Þessi færni er liður í því að gera um­hverfið já­kvæðara þar sem einelti nær síður að skjóta rót­um.

Það er ósk Mennta­mála­stofn­un­ar að dag­ur gegn einelti veiti skól­um tæki­færi til að auka vit­und um mik­il­vægi já­kvæðra sam­skipta og að gefa út þau skila­boð að brugðist sé við nei­kvæðu at­ferli og einelti. Til að auðvelda þessa viðleitni mun stofn­un­in á næst­unni opna upp­lýs­ingasíðuum þetta mál­efni þar sem fag­fólk, börn, ung­menni og for­eldr­ar geta nálg­ast gögn og góð ráð,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Mennta­mála­stofn­un. 

Með deg­in­um er hvatt til þess að all­ir leggi sitt fram­lag á vog­ar­skál­arn­ar til að stuðla að  gagn­kvæmri virðingu, sam­kennd og já­kvæðum sam­skipt­um í skól­um. Já­kvæður skóla­brag­ur skipt­ir sköp­um fyr­ir líðan og starfs­gleði nem­enda og starfs­fólks og get­ur haft sömu áhrif og besta for­varn­ar­starf.

Mennta­mála­stofn­un hef­ur beint því til skóla að þeir hugi að aðgerðum gegn einelti og vinni að bætt­um skóla­brag og góðri líðan nem­enda.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Fríða Dominosdrottning á von á sér

Anna Fríða Dominosdrottning á von á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

John Legend fagnar fertugsafmæli – 007 þema, rúllettuborð og læti

John Legend fagnar fertugsafmæli – 007 þema, rúllettuborð og læti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Átökin á Norður-Írlandi

Átökin á Norður-Írlandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lói þú flýgur aldrei einn – Atli Örvarsson stýrir hljómleikabíósýningu

Lói þú flýgur aldrei einn – Atli Örvarsson stýrir hljómleikabíósýningu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapewine – Ólafur Arnalds listamaður ársins

Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapewine – Ólafur Arnalds listamaður ársins