fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Fókus

Ragga nagli: „Mataræði sem þú getur haldið þig við til langs tíma er það sem mun skila þér árangri út lífið“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 12:00

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um mataræði.

Það er ekki samnefnari milli þess að grennast og þjást með þyrnikórónu og gulrót.
Með blóðgað bak eftir refsivöndinn ef transfita rennur niður vélindað.

Það er vel hægt að tálga smjör af skottinu en samt löðra sig í bernes.
Það má alveg skafa af mallakút þó fröllur detti af og til niður í magaholið.

Rannsóknir sýna að 10-20% hitaeininga úr sósuðu sveittmeti og sykurlegnum snúðum hefur engin áhrif á fitutap.
Þeir sem aðhyllast sveigjanlegt mataræði með slíkri 80/20 nálgun sýna færri merki um óheilbrigt samband við mat, færri ofátsköst, jákvæðari líkamsímynd, minni depurð og kvíða og betri lífsgæði. (Clark, 1986; Fairburn et al., 2003; Stewart et al., 2002; Teasdale et al., 2001).

Þeir sem nærast í núvitund vita að það er matur sem við borðum oft og mikið af.
Svo er matur sem við borðum sjaldan og minna af.
Það er ekki til „aldrei“ matur eða „má ekki“ matur nema um ofnæmi, óþol eða almenna klígju sé að ræða.

Þeir sem hinsvegar aðhyllast slavískar ‘allt-eða-ekkert’ mataræðisreglur þar sem ekki einasta sykurmólekúl má vera í sama póstnúmeri eru mun líklegri til að gleypa í sig allt nema eldhúsvaskinn þegar eitt Nóakropp lendir óvart á tungunni. (Westenhoefer 1991).

Þess vegna sverja margir og sárt við leggja að þeir megi ekki horfa á kanilsnúð án þess að hann smyrjist utan á nafladellurnar. En oftar en ekki er það þeir sem hunsa skammtastjórnun og dúndra sér yfir hitaeiningaþurrðina sem er jú alfa og ómega til að stuðla að fitutapi.

Að afþakka lakkríshúðaðar djúpur í afmæli hjá Sigurjóni frænda gerir þig ekki að róbótísku ofurmenni með sjálfsaga á borð við níræðan munk í Nepal.

Að njóta þess hvernig þú borðar án þess að klæja í rassinn af innri óhamingju af því að vera hlunnfarinn um gúmmulaði er lykillinn að langvarandi heldni við mataræðið.

Og það mataræði sem þú getur haldið þig við til langs tíma er það sem mun skila þér árangri út lífið.

Facebooksíða Röggu nagla.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Fríða Dominosdrottning á von á sér

Anna Fríða Dominosdrottning á von á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

John Legend fagnar fertugsafmæli – 007 þema, rúllettuborð og læti

John Legend fagnar fertugsafmæli – 007 þema, rúllettuborð og læti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Átökin á Norður-Írlandi

Átökin á Norður-Írlandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lói þú flýgur aldrei einn – Atli Örvarsson stýrir hljómleikabíósýningu

Lói þú flýgur aldrei einn – Atli Örvarsson stýrir hljómleikabíósýningu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapewine – Ólafur Arnalds listamaður ársins

Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapewine – Ólafur Arnalds listamaður ársins