fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Ný smáskífa JFDR kemur út sem súkkulaðistykki

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jófríður Ákadóttir betur þekkt undir nafninu JFDR gefur út nýja EP plötu 8. nóvember. Smáskífan hefur fengið heitið Gravity og verður gefin út sem Matcha-Lime súkkulaðiplata frá Omnom. Inni í súkkulaðinu má finna kóða til að hala niður smáskífunni.

Í tilefni af útkomu smáskífunnar mun Jófríður halda einstaka tónleika og te athöfn í súkkulaðismiðju Omnom út á Granda á meðan tónlistarhátíðin Iceland Airwaves stendur yfir. Tuttugu heppnir einstaklinga eiga möguleika að vinna miða á þessi einstöku tónleika. Til þess að taka þátt þarf fólk að skrá sig á eftirfarandi síðu: jfdrcurrent.com/tea-ceremony.

„Mig hefur lengi dreymt um að gera súkkulaðiplötu – að finna leið til þess að búa til tónlist og gefa út á annan hátt en gamli geisladiskurinn og vínyl platan bjóða upp á. Bæði súkkulaði og te eru fyrirbæri sem ég tengi við seremóníur eða athafnir, bæði eiga sögu og hafa kraftinn til að breyta líðan og stemningu – dálítið eins og tónlist. Ég er virkilega ánægð með að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu verkefni, samtvinningi hljóðs, bragðs, áferðar og myndlistar,“ segir Jófríður.

,,Við elskum að prófa nýja hluti og vinna með hæfileikaríku fólki eins og Jófríði. Við erum ótrúlega ánægð með útkomuna á Matcha-Lime súkkulaðiplötunni,“ segir Kjartan Gíslason, stofnandi Omnom og súkkulaðigerðarmaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi