Fókus

Kylie Jenner og Travis Scott kaupa glæsihýsi saman – Sjáðu myndirnar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 15:00

Kylie Jenner og kærasti hennar, Travis Scott, keyptu nýlega hús saman í Beverly Hills, en sögusagnir gengu um netið að parið væri hætt saman, þar sem þau byggju ekki saman.

Munu þau hafa skipt kaupverðinu til helminga, en eignin kostaði 18,7 milljónir dollara. Húsið er í hinu flotta 90210 hverfi í Los Angeles og er 900 fermetrar að stærð.

Í húsinu eru sjö svefnherbergi, 10 baðherbergi og nýlega endurgerðar stofur, sem opnast út á stóra garðverönd.

Í hjónaherberginu eru svalir, fataherbergi og eigin stofa, skrifstofa og geymsla.

Eigninni fylgir einnig gestahús, þar sem allt er til alls, eldhús, stofa, svefnherbergi og baðherbergi.  Það ætti því að vera nægt rými fyrir stórfjölskylduna til að gista.

Eigninni fylgir einnig þrefaldur bílskúr,bókasafn, vínkjallari og heimabíó.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Myndband dagsins: Rollur leituðu sér læknisaðstoðar á Eskifirði – Sjáðu myndbandið

Myndband dagsins: Rollur leituðu sér læknisaðstoðar á Eskifirði – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

JFDR hélt súkkulaðitónleika – Nýjasta platan kom út sem súkkulaðistykki

JFDR hélt súkkulaðitónleika – Nýjasta platan kom út sem súkkulaðistykki
Fókus
Í gær

Heimsþekktur leikari afgreiðir popp í Bíó Paradís – „Loksins er ég í alvöru starfi“

Heimsþekktur leikari afgreiðir popp í Bíó Paradís – „Loksins er ég í alvöru starfi“
Fókus
Í gær

Myndasögukóngurinn Stan Lee látinn

Myndasögukóngurinn Stan Lee látinn