fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Segir #MeToo hreyfinguna komna út í öfgar: „Þessi þriðja bylgja femínismans er leiðinleg og lamar karlmenn“

Fókus
Mánudaginn 5. nóvember 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi Playboy-fyrirsætan og Strandvörðurinn Pamela Anderson er óhrædd við að synda gegn straumnum, eins og fram kemur í innslagi fréttaskýringaþáttarins 60 mínútur. Þar segir Pamela að #MeToo byltingin sé komin út í öfgar og telur hún að hreyfingin hafi hamlandi áhrif á samfélagið til lengdar, ekki síður karlmenn.

„Ég verð örugglega drepin fyrir að segja þetta, en móðir mín kenndi mér alltaf að fara aldrei upp á hótelherbergi með ókunnugum,“ segir hún. „Ég er sjálf femínisti en þessi þriðja bylgja femínismans þykir mér leiðinleg og mér finnst hún einfaldlega lama karlmenn.“

Í rómantískri baráttu 

Þá ræðir Pamela við fréttamann um samband sitt við Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, sem hefur verið staddur í hæli í sendiráði Ekvadors í London undanfarin sex ár. Hann óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm.

Pamela segir manninn vera mikla hetju sem á meiri stuðning skilið frá ástralska ríkinu.

„Þessi maður fer í sögubækurnar. Við eigum að vera stolt af honum,“ segir hún og hvetur Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, til að veita Assange vegabréfið sitt til þess að hann geti snúið aftur til heimaslóða sinna. „Það á að halda skrúðgöngu fyrir þennan mann þegar hann losnar.“

Samkvæmt Pamelu ríkir heilmikið traust á milli þeirra Julian og vill hún meina að þau séu perluvinir, en gefur í skyn að meira sé þar á bak við. Þegar hún er spurð nánar að því hvers eðlis sambandið þeirra er svarar hún: „Við lítum á þetta sem rómantíska baráttu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Í gær

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 3 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða