fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019
Fókus

Fjölmennt á Kærleiksviðburði Minningarsjóðs Einars Darra

Babl.is
Mánudaginn 5. nóvember 2018 20:00

Síðastliðinn laugardag hélt Minningarsjóður Einars Darra Kærleiksviðburð til að þakka fyrir stuðning þeirra sem fengu boð á viðburðinn, einnig til að segja frá komandi verkefnum og sýna nýja fatalínu, sem Una Hlín Kristjánsdóttir hjá DUTY hannaði.

Fjármunir minningarsjóðsins fara í forvarnarverkefni á vegum hans, en aðstandendur minningarsjóðsins hafa verið með forvarnarfræðslu um skaðsemi fíkniefna í framhaldsskólum í allt haust, fyrir utan að birta stuttar myndbandsklippur sem fjalla um hættur lyfjamisnotkunar og annarra fíkniefna.

Í lýsingu á viðburðinum á Facebook segir ,,við hjá Minningarsjóði Einars Darra erum meyr yfir þeim stuðningi sem við höfum fengið og við erum hvergi nærri hætt, við munum halda áfram að berjast í kærleika í nafni elsku Einar Darra okkar. Við vonum að þið haldið áfram að vera með okkur í liði.“

 

 

Kærleiksviðburðurinn var vel sóttur enda hafa margir lagt hönd á plóg til að vekja athygli á minningarsjóðnum og mikilvægi málefnanna sem hann stendur fyrir. Fólk virðist vera óhrætt við að standa með þeim og tala um fíkniefnavandann út frá persónulegri reynslu, enda hafa aðstandendur Einars Darra sem standa að baki minningarsjóðinum kærleiksríkt viðmót sameiginlegt. Stefna þeirra er að hafa ástina að vopni í baráttunni gegn fíkniefnavandanum, og það virðist vera að skila sér.

Sólrún Freyja Sen skrifaði.

Babl.is
Babl.is er vefmiðill sem er rekinn sjálfstætt af ungu fólki. Á Babl birtast greinar um spennandi hluti sem ungt fólk er að gera og greinar um málefni sem varða ungt fólk sérstaklega.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

John Legend fagnar fertugsafmæli – 007 þema, rúllettuborð og læti

John Legend fagnar fertugsafmæli – 007 þema, rúllettuborð og læti
Fókus
Í gær

Michael J. Fox fær sitt fyrsta flúr og greiðir fyrir með frægum leikmun

Michael J. Fox fær sitt fyrsta flúr og greiðir fyrir með frægum leikmun
Fókus
Í gær

Sunna selur slotið – Sjáðu myndirnar

Sunna selur slotið – Sjáðu myndirnar
Fókus
Í gær

Dagatal írsku bændanna er allt sem þú þarft!

Dagatal írsku bændanna er allt sem þú þarft!
Fókus
Í gær

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapewine – Ólafur Arnalds listamaður ársins

Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapewine – Ólafur Arnalds listamaður ársins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvífarar og grínistar

Tvífarar og grínistar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði Freyr og Berglind Alda sjá um Verksmiðjan – Nýsköpunarkeppni fyrir ungt fólk

Daði Freyr og Berglind Alda sjá um Verksmiðjan – Nýsköpunarkeppni fyrir ungt fólk