fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Fjölmennt á Kærleiksviðburði Minningarsjóðs Einars Darra

Babl.is
Mánudaginn 5. nóvember 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn laugardag hélt Minningarsjóður Einars Darra Kærleiksviðburð til að þakka fyrir stuðning þeirra sem fengu boð á viðburðinn, einnig til að segja frá komandi verkefnum og sýna nýja fatalínu, sem Una Hlín Kristjánsdóttir hjá DUTY hannaði.

Fjármunir minningarsjóðsins fara í forvarnarverkefni á vegum hans, en aðstandendur minningarsjóðsins hafa verið með forvarnarfræðslu um skaðsemi fíkniefna í framhaldsskólum í allt haust, fyrir utan að birta stuttar myndbandsklippur sem fjalla um hættur lyfjamisnotkunar og annarra fíkniefna.

Í lýsingu á viðburðinum á Facebook segir ,,við hjá Minningarsjóði Einars Darra erum meyr yfir þeim stuðningi sem við höfum fengið og við erum hvergi nærri hætt, við munum halda áfram að berjast í kærleika í nafni elsku Einar Darra okkar. Við vonum að þið haldið áfram að vera með okkur í liði.“

 

 

Kærleiksviðburðurinn var vel sóttur enda hafa margir lagt hönd á plóg til að vekja athygli á minningarsjóðnum og mikilvægi málefnanna sem hann stendur fyrir. Fólk virðist vera óhrætt við að standa með þeim og tala um fíkniefnavandann út frá persónulegri reynslu, enda hafa aðstandendur Einars Darra sem standa að baki minningarsjóðinum kærleiksríkt viðmót sameiginlegt. Stefna þeirra er að hafa ástina að vopni í baráttunni gegn fíkniefnavandanum, og það virðist vera að skila sér.

Sólrún Freyja Sen skrifaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“