Fókus

Elísabet vann einstakt afrek fyrst Íslendinga – Hljóp 10 maraþon á 4 dögum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. nóvember 2018 16:00

Elísabet hélt af stað 23. september.

Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, vann einstakt afrek þegar hún lauk við 400 km hlaup í Gobi eyðimörkinni í Kína í september. Hún vann í kvennaflokki og var langfyrst þar og í sjöunda sæti í heild.

Ultra Gobi er 10 maraþona hlaup yfir eyðimörkina í Gobí í Kína, úr 10 stiga frosti í fjöllum í 30 stiga hita í eyðimörkinni og þátttakendur hafa 150 klst. eða sex daga til að ljúka hlaupinu. Elísabet setti sér það markmið að ljúka hlaupinu á fjórum dögum, og lauk því á 96 klst. og 54 mínútum.

Pétur Einarsson tók viðtal við Elísabetu fyrir þáttaröðina Eldhugar á Hringbraut um þetta einstaka afrek og var viðtalið tekið í Öskjuhlíðinni þar sem Elísabet æfir sig meðal annars fyrir hlaup eins og Ultra Gobi.

Það var rosalega kalt þarna og líka vindur sem blés af hærri fjöllum niður á hlaupaleiðina, en ég var vel búin og hafði sett góðar flíkur á margar hvíldarstöðvar. Þannig að ég þoldi þetta ágætlega, þrátt fyrir að ná ekki að mynda mikinn varma í líkamann og svefnleysið og þreytan að segja til sín.

Elísabet segir Öskjuhlíðina frábæran stað til að æfa fyrir utanvegahlaup og segir það henta henni vel.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Myndband dagsins: Rollur leituðu sér læknisaðstoðar á Eskifirði – Sjáðu myndbandið

Myndband dagsins: Rollur leituðu sér læknisaðstoðar á Eskifirði – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

JFDR hélt súkkulaðitónleika – Nýjasta platan kom út sem súkkulaðistykki

JFDR hélt súkkulaðitónleika – Nýjasta platan kom út sem súkkulaðistykki
Fókus
Í gær

Heimsþekktur leikari afgreiðir popp í Bíó Paradís – „Loksins er ég í alvöru starfi“

Heimsþekktur leikari afgreiðir popp í Bíó Paradís – „Loksins er ég í alvöru starfi“
Fókus
Í gær

Myndasögukóngurinn Stan Lee látinn

Myndasögukóngurinn Stan Lee látinn