fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Fókus

Þekktir Íslendingar sem virðast baða sig í formalíni

Fókus
Sunnudaginn 4. nóvember 2018 10:00

Mæðgurnar og söngdívurnar, Svanhildur Jakobsdóttir og Anna Mjöll Ólafsdóttir, virðast hafa fundið æskubrunninn og geisla af heilbrigði og þrótti.
Íþróttaálfurinn Magnús Scheving hefur verið eins í marga áratugi. Það er ekki útilokað að mikil hreyfing og heilbrigt mataræði hafi eitthvað með það að gera hvað frumkvöðullinn er glæsilegur á velli.
Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon. Tónlistarmaðurinn og menningarfrömuðurinn Jakob Frímann Magnússon virðist yngjast með hverju árinu. Óaðfinnanlegar strípur og fagleg líkamsumhirða gerir gæfumuninn.
Sama gildir um fyrrverandi spúsu Jakobs Frímanns, Ragnhildi Gísladóttur, sem hefur verið óbreytt frá því að hún steig fyrst fram á sjónarsviðið fyrir um fjórum áratugum. Það kemur eflaust reglulega fyrir að Ragga sé spurð um skilríki í Ríkinu.
Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson gæti gengið inn í hvaða menntaskóla sem er, sest á skólabekk og enginn myndi kippa sér upp við það. Þannig hefur það verið í nokkra áratugi og verður eflaust um ókomna tíð.

Eins og gengur þá eldist fólk misvel. Á meðan sumir virðast ávallt eldri en þeir raunverulega eru þá eru aðrir sem virðast hafa gripið æskuljómann tveimur höndum og virðast ekkert á því að sleppa. DV tók saman nokkra þekkta Íslendinga sem eru reglulega í sviðsljósinu en virðast ekki eldast neitt. Hvort þessir einstaklingar baði sig í formalíni á kvöldin skal ósagt látið en líklega unnu þeir fyrsta vinning í genahappdrættinu.

Annar sem er góð auglýsing fyrir hreyfingu og mataræði er rithöfundurinn og fyrrverandi knattspyrnumaðurinn, Þorgrímur Þráinsson. Á meðan flestir eldast eins og brauð þá eldist Þorgrímur eins og rauðvín. Samt er hann á móti áfengi.

 

 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, gæti einnig gengið inn í hvaða menntaskóla sem er án þess að vekja neina sérstaka athygli. Hún ber pólitísku reynsluna og lýjandi ábyrgð embættisins ekki utan á sér.

 

 

 

Tónlistarmaðurinn Gunnlaugur Briem hefur ekkert breyst frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið með hljómsveitinni Mezzoforte. Það er ekki útilokað að hann sé einhvers konar tímalaus vampíra.

 

 

 

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Fríða Dominosdrottning á von á sér

Anna Fríða Dominosdrottning á von á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

John Legend fagnar fertugsafmæli – 007 þema, rúllettuborð og læti

John Legend fagnar fertugsafmæli – 007 þema, rúllettuborð og læti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Átökin á Norður-Írlandi

Átökin á Norður-Írlandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lói þú flýgur aldrei einn – Atli Örvarsson stýrir hljómleikabíósýningu

Lói þú flýgur aldrei einn – Atli Örvarsson stýrir hljómleikabíósýningu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapewine – Ólafur Arnalds listamaður ársins

Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapewine – Ólafur Arnalds listamaður ársins