fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Frammistaða bardagakappans Björns Lúkasar tilnefnd sem ein af þeim bestu – Taktu þátt í kosningunni

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 4. nóvember 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frammistaða Björns Lúkasar í bardaganum gegn Joseph Luciano á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í nóvember í fyrra er valin sem ein af frammistöðum ársins á mótum hjá IMMAF (International Mixed Martial Arts Federation).

Um er að ræða tilefningar í flokki áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum.

Björn Lúkas sigraði ástralann Joseph Luciano í undanúrslitum heimsmeistaramóts áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum í Barein. Réðust úrslit bardagans, eins og í fyrri þremur bardögum Björns Lúkasar, í fyrstu lotu.

Björn Lúkas fór heim með silfrið, þar sem svíinn Khaled Laallam reyndist honum of sterkur í lokabardaganum. Reyndi Björn Lúkas ítrekað að ná honum í armlás, líkt og hann hafði unnið fyrri bardaga sína með, en svíinn varðist vel og sigraði að lokum eftir dómaraákvörðun.

Björn Lúkas mátti þó una vel við silfrið, enda aðeins 22 ára þegar hann keppti og 29 bardagamenn í flokknum.

Kjósa má frammistöðu Björns Lúkasar hér en hann er tilnefndur ásamt:

· Frida Vastamäki [Sweden] (vs. Joanne Doyle, 2018 Euros)
· Ryan Spillane [Ireland] (vs. Matias Anttila, 2018 Euros)
· Benjamin Bennett [USA] (vs. Pat Hamer, 2017 Worlds)
· Jenni Kivoijja [Finland] (vs. Jessica Forslund Reis, 2018 Euros)

Lestu einnig: „Ástríðan keyrir mig áfram“

Úrslit verða tilkynnt þann 15. nóvember á verðlaunahátíð sem fer fram á ART Rotana Hotel & Resort í Manama í Barein. Um er að ræða gala kvöldverð, sem tilnefndum verðlaunahöfum, fulltrúum IMMAF, forsetum aðildarfélaga og sérstökum gestum er boðið til. Andreas Georgiou, breskur MMA fréttamaður, verður kynnir kvöldsins og mun hátíðin bjóða upp á skemmtiatriði og heiðursgesti.

Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á íþróttinni og viðurkenningu hennar á heimsvísu, aðildarfélögum og einstaklingum, sem vinna að því að MMA verði viðurkennt sem alþjóðleg íþrótt.

Verðlaunahátíðin er hluti af heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum 2018, sem fer fram 11. – 18. nóvember í Barein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart
Fókus
Fyrir 5 dögum

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig