fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Mel B hundsar Fjölni í nýrri ævisögu

Fókus
Föstudaginn 30. nóvember 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný ævisaga kryddpíunnar Mel B, „Brutally honest“, hefur vakið talsverða athygli í heimspressunni. Ástæðan er ekki síst opinskáar lýsingar hennar á ástarsamböndum hennar við þá Eddie Murphy og Stephen Belafonte sem og eiturlyfjanotkuninni. Íslenskir aðdáendur verða þó fyrir sárum vonbrigðum því kryddpían eyðir ekki einni setningu í samband hennar við athafnamanninn Fjölni Þorgeirsson. Mel B og íslenski kvennaljóminn byrjuðu saman árið 1996 og varði samband þeirra í rúmt ár. Það vakti mikla athygli á sínum tíma enda voru Kryddpíurnar í hópi vinsælustu hljómsveita heims á þessum tíma. Birtust myndir af parinu á forsíðum erlendra stórblaða auk þess sem íslenskir miðlar létu ekki sitt eftir liggja.

Mel B

Kryddpían virtist afar ánægð með Fjölni miðað við viðtöl sem hún veitti þegar þau voru saman. Í einu viðtalinu sagði hún að Fjölnir væri með „ótrúlegan líkama og væri yndislegur maður.“ Parið ráðgerði að gifta sig en skyndilega slitnaði upp úr sambandinu árið 1997. Hefur Fjölnir látið hafa eftir sér að tónlistarkonan hafi „verið í rugli“ og hann ekki viljað koma nálægt því. Hann hafi því hætt með henni ósáttur og það hafi tekið hann langan tíma að jafna sig.

Vonsviknir aðdáendur geta þó huggað sig við það að í fyrri ævisögu sinni „Catch a Fire“, sem kom út árið 2002, þá minntist kryddpían á Fjölni. „Eftir þetta byrjaði ég með Fjölni Þorgeirssyni frá Íslandi, sem ég kynntist einnig í Blackpool. Ég féll kylliflöt fyrir honum en síðan flutti hann aftur til Íslands. Samband okkar var mjög ástríðufullt.“ Svo mörg voru þau orð.

Fjölnir Þorgeirsson

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“