Fókus

Sigga Maja leitar að góðhjörtuðum þungarokkara – Aðstoðaði 9 ára dóttur hennar við góðverk

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 3. nóvember 2018 17:00

Vinkonurnar Amanda Sif Rúnarsdóttir, Auður Líf Benediktsdóttir og Sandra Ósk Halldórsdóttir með gjafakassanna sína.

Sigríður María Eyþórsdóttir, sem búsett er í Grindavík, leitar að manni sem aðstoðaði dóttur hennar í verslun bæjarins á miðvikudag.

Tilefnið var það að níu ára gömul dóttir hennar vildi taka þátt í verkefninu Jól í skókassa, þar sem jólagjöfum með leikföngum og nauðþurftum er safnað fyrir börn í Úkraínu. „Ég lét hana hafa 10.000 krónur og hún var með góða hugmynd um hvað ætti að fara í kassann, en vildi gefa gjöfina dreng á sínum aldri,“ segir Sigga Maja í samtali við DV.

Auður Líf Benediktsdóttir með jólakortið sem hún sendi með pakkanum.

Þegar hún kom í búðina tók gjafagleðin yfir og ljóst var að upphæðin dugði ekki til. „Hún keypti alls konar: vasareikni, blýanta, nammi og fleira. Jól í skókassa gefa út lista með leiðbeiningum um hvað má fara í kassann, en hana langaði að kaupa bara allt.“

Innihald kassans.

Þegar á kassann var komið var ljóst að upphæðin var yfir 15 þúsund og því góð ráð dýr fyrir þá stuttu, sem tvísteig við kassann. Þá steig fram ungur maður sem greiddi afganginn, rúmlega fimm þúsund, óskaði dótturinni gleðilegrar hrekkjavöku og hvarf út í myrkrið.

„Ég kann engin deili á þessum manni en að sögn er hann örugglega bestasti maður í Grindavík, er frekar ungur og lítur út fyrir að hlusta á Skálmöld,“ segir Sigga Maja og bætir við að líklega vilji maðurinn ekki endurgreiðslu þar sem hann hefur enn ekki gefið sig fram. „En mig langar bara að taka í höndina á honum og þakka honum fyrir fallega framkomu og náungakærleikann.“

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Myndband dagsins: Rollur leituðu sér læknisaðstoðar á Eskifirði – Sjáðu myndbandið

Myndband dagsins: Rollur leituðu sér læknisaðstoðar á Eskifirði – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

JFDR hélt súkkulaðitónleika – Nýjasta platan kom út sem súkkulaðistykki

JFDR hélt súkkulaðitónleika – Nýjasta platan kom út sem súkkulaðistykki
Fókus
Í gær

Heimsþekktur leikari afgreiðir popp í Bíó Paradís – „Loksins er ég í alvöru starfi“

Heimsþekktur leikari afgreiðir popp í Bíó Paradís – „Loksins er ég í alvöru starfi“
Fókus
Í gær

Myndasögukóngurinn Stan Lee látinn

Myndasögukóngurinn Stan Lee látinn