fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Breaking Bad kvikmynd verður að veruleika

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryan Cranston hefur staðfest að Breaking Bad kvikmynd verður að veruleika, en hann er ekki viss um hvort að Walter White verði í henni.

Það er áratugur síðan sjónvarpsþættirnir Breaking bad hófu göngu sína, en þáttaraðirnar urðu alls fimm og hættu þættirnir í sýningu árið 2013.

Þáttaröðin hefur haldið vinsældum, og öðlast nýja aðdáendur, þökk sé streymisveitum eins og Netflix, og „spin-off“ þáttaröðin Better Call Saul hefur einnig hjálpað til.

Vince Gilligan, aðalframleiðandi og handritshöfundur þáttanna vinnur að því að endurvekja þá í formi 2 klst. langrar kvikmyndar, en ekki hefur verið staðfest hvort hún verði sýnd í kvikmyndahúsum eða aðeins í sjónvarpi.

Það er The Hollywood Reporter, sem sagði fyrst frá þessum gleðifréttum, en myndin mun gerast í sama veruleika og þættirnir og mun að öllum líkindum fókusa á mann sem rænt er og hvernig hann nær að losa sig úr prísundinni.

Ekki er ljóst hvort að stjarna þáttanna, Bryan Cranston, mun verða í kvikmyndinni og ljóst er að leikarinn veit það ekki sjálfur (enn þá allavega).

„Já. Það er verið að vinna að kvikmynd, en ég hef ekki lesið handritið. Ég hef ekki fengið handritið, ekki lesið það, þannig að það er spurning hvort við munum sjá Walter White í kvikmyndinni.“

Þrátt fyrir að vita ekkert um þetta, virðist sem Cranston sé spenntur fyrir þessu öllu saman, líkt og sjá má í neðangreindu viðtali.

Eins og þar kemur fram er Cranston algjörlega til í að endurtaka hlutverk sitt. Aaron Paul mun endurtaka sitt hlutverk sem Jesse Pinkman, sem gefur jafnvel til kynna að hann sé maðurinn sem rænt er vegna fyrri glæpa hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“