fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fókus

Eru þeir elstu rapparar í heimi ?

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 26. nóvember 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grime rapparar á sjötugs- og áttræðisaldri ætla sér að sigra heiminn. Þeir hafa gert tvö lög sem hafa notið vinsælda á samfélagsmiðlum og von er á því þriðja þá og þegar. 

Dularfulla tvíeykinu, Pete og Bas, brá fyrst fyrir á Instagram síðu fyrir litla hverfissjoppu í London, Sindhu, sem hefur hlotið frægð á Instagram fyrir  að deila skemmtilegum færslum og myndböndum. Þeir eru á sjötugs- og áttræðisaldri en eru þó báðir nýgræðingar í rappinu.

Fyrsta lagið þeirra, Shut ya mouth, kom út fyrir ári síðan og lagið, Do one, fylgdi svo eftir í ágúst síðastliðnum. Lögin þeirra heyra til tónlistarstefnunnar Grime sem má kalla skítugan frænda hip-hops.

Fyrir áhugasama má hér fræðast betur um Grime tónlist.

Tvíeykið heldur nú úti sinni eigin Instagram síðu og í gær birtist þar brot úr væntanlegu myndbandi þeirra sem mun vera gefið út í fullri lengd á næstu misserum. Þeir félagar ætla að sögn að „taka yfir heiminn“ sem verður að þykja einstaklega metnaðarfullt markmið gamlingja sem fæddust um miðbik síðustu aldar og eru fyrst núna að stíga sín fyrstu skref í rappinu.

 

Sjón er hér ,svo sannarlega, sögu ríkari ! 

 

Fyrsta lagið þeirra Shut Ya Mouth sem kom út fyrir ári síðan

 

 

Næsta lag þeirra kom út í ágúst á þessu ári : 

 

Þriðja lagið þeirra er væntanlegt og má sjá brot úr því á Instagram

View this post on Instagram

Who’s ready for burning then?

A post shared by Pete and Bas (@pete_and_bas) on

Erla Dóra Magnúsdóttir
erladora@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Öll tíst á einum stað: Ekki missa af einni mínútu í kvöld

Öll tíst á einum stað: Ekki missa af einni mínútu í kvöld
Fókus
Í gær

Seinni undanúrslit söngvakeppninnar í kvöld – Hvert er þitt uppáhald?

Seinni undanúrslit söngvakeppninnar í kvöld – Hvert er þitt uppáhald?
Fókus
Fyrir 2 dögum

DV Tónlist kl. 13: Dj flugvél og geimskip

DV Tónlist kl. 13: Dj flugvél og geimskip
Fókus
Fyrir 2 dögum

Spennt og stressuð fyrir Söngvakeppninni: „Sköpun hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi“

Spennt og stressuð fyrir Söngvakeppninni: „Sköpun hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bíóhornið: Vesalings elskendur og vegleg vélmenni

Bíóhornið: Vesalings elskendur og vegleg vélmenni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda Björgvins birtir goðsagnakennt myndband: „Á sunnudögum erum við oftast með smyglað“

Edda Björgvins birtir goðsagnakennt myndband: „Á sunnudögum erum við oftast með smyglað“