fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Hallgrímur Helgason segir frá eftirminnilegustu jólagjöfinni: „Eina platan á heimilinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 25. nóvember 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Helgason er einn besti og þekktasti rithöfundur þjóðarinnar en eftirminnilegasta jólagjöfin hans er þó ekki úr heimi bókanna heldur tónlistarinnar:

„Eina jólagjöfin sem ég man eftir úr æsku er lítil 45 snúninga hljómplata sem Else, dönsk vinkona mömmu í Köben, sendi fjölskyldunni jólin 1970 af því hún vissi að von var á plötuspilara inn á heimilið. Þetta var smáskífan „Oye Como Va“ með Santana. Í nokkra mánuði var þetta eina platan á heimilinu og við systkinin spiluðum hana í drep. Sándið var hreint ótrúlegt, lagið frábært, og ég bara komst ekki yfir þetta fyrirbæri sem tónlist í stofu var og stóð heilu eftirmiðdagana yfir plötuspilaranum og „horfði á“ lagið. „Oye Como Va“, sem var upphaflega samið af Tito Puente, hefur allar götur síðan átt heitan sess í hjarta mínu. Í áttunni (níunda áratugnum) í Ameríku hitti ég svo eitt sinn stelpu sem hafði deitað Carlos Santana og er það það næsta sem ég hef komist guði.“

Besta bók Hallgríms?

Nýjasta skáldsaga Hallgríms heitir Sextíu kíló af sólskini en í henni er fjallað um mikla umbrotatíma í íslenskri sögu. Hér er sagt frá því þegar nútíminn sigldi til hafnar á Norðurlandi og Norðmenn námu landið öðru sinni. Drengur sem bjargast fyrir kraftaverk hlýtur að eiga framtíð en það er eins og forlögin geti ekki gert upp við sig hver sú framtíð eigi að vera. Á hann að vera eftirlæti kaupmannsins á Fagureyri, þræll á framandi duggu eða niðursetningur hjá kotungum í Segulfirði? Í stöðnuðu samfélagi torfaldar eru ekki fleiri möguleikar, en svo kemur síldin! Öreigar landsins sjá peninga í fyrsta sinn og allt breytir um svip.

Bókin hefur fengið frábærar viðtökur og Egill Helgason sagði nýlega í bókmenntaþættinum Kiljunni á RÚV að hann teldi þetta vera bestu bók Hallgríms til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki