fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Kristborg og Kolbrún skildu – Gera sjónvarpsþætti um skilnað

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 24. nóvember 2018 14:00

Kristborg Bóel og Kolbrún Pálina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krist­borg Bóel Stein­dórs­dótt­ir og Kol­brún Pálína Helga­dótt­ir eiga það sameiginlegt að hafa gengið í gegnum skilnað og skrifaði sú fyrrnefnda bókina 261 dagur um eigin skilnað, bókin kom út í vor og vakti mikla athygli.

Og nú hafa þær skrifað undir samning við Sagafilm um framleiðslu sjónvarpsþátta, sem verða sex talsins og sýndir í Sjónvarpi Símans.

Í viðtali við Morgunblaðið kemur fram að þær þær hafi ákveðið að gera þessa þætti þar sem þeim fannst vanta fræðandi efni um hjóna­skilnaði.

„Það er í raun ekki til neitt al­vöru stoðkerfi fyr­ir fólk sem er að skilja. Hvort sem um er að ræða and­lega aðstoð eða laga­lega. Fólk miss­ir oft og tíðum al­gjör­lega fæt­urna í svona ferli og hef­ur sama og eng­an styrk til að tak­ast á við hlut­ina eða taka rétt­ar ákv­arðanir. Um er að ræða al­gjör­an viðsnún­ing á líf­inu oft og tíðum, áföll og sorg sem erfitt er að fá viður­kennda og því fylg­ir oft mik­il ör­vænt­ing,“ seg­ir Kol­brún Pálína.

„Skilnaðir eru mjög al­geng­ir á Íslandi og hver og einn þeirra snert­ir marga, svo sem börn, fjöl­skyldu og vini þeirra sem fara í sund­ur. Það er mín skoðun að þætt­ir sem þess­ir eigi svo sann­ar­lega rétt á sér, en það er alltaf gott að geta tengt við ís­lensk­an raun­veru­leika. Við mun­um vinna þetta fag­lega og fá sér­fræðinga í lið með okk­ur í bland við Jón og Gunnu sem hafa gengið í gegn­um þessa reynslu,“ seg­ir Krist­borg Bóel.

Hvað lærðuð þið af því að skilja sjálf­ar?

„Að bera virðingu fyr­ir ferl­inu, að játa van­mátt sinn, að njóta þrosk­ans og fagna hverju skrefi í átt að ham­ingj­unni á ný. Að ótt­ast ekk­ert, að dæma eng­an, fylgja hjart­anu og lifa fyr­ir sig,“ seg­ir Kol­brún Pálína og Krist­borg Bóel bæt­ir við:

„Það er mikið þroska­ferli að skilja og ef maður tækl­ar það rétt kem­ur maður út úr því sem sterk­ari ein­stak­ling­ur myndi ég halda. Það sem ég hef helst lært er að það er ekki hægt að flýta þessu ferli, það verður bara að fá að hafa sinn gang.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“