fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Fókus

Skuggalega ríku krakkarnir í Skuggahverfinu

Fókus
Föstudaginn 23. nóvember 2018 11:00

Undanfarin ár hefur verið gríðarleg uppbygging í Skuggahverfinu svokallaða, sem samkvæmt gamalli skilgreiningu er svæðið austan Ingólfsstrætis og allt inn að Vitastíg, norðan Laugavegar. Þar hefur risið mikil byggð lúxusíbúða og þar hafa fjölmargir efnaðir Íslendingar, sem og útlendingar, komið sér fyrir. Í þeim hópi eru ungir erfingjar auðæfa sem una hag sínum vel á þessum draumastað.

Í mars greindi DV frá því að Birgitta Líf Björnsdóttir, dóttir Björns Leifssonar og Hafdísar Jónsdóttur, sem gjarnan eru kennd við World Class, hefði staðgreitt 63 milljóna króna íbúð í fjölbýlishúsi við Vatnsstíg 20–22. Íbúðin er 104 fermetrar að stærð og tók Birgitta Líf rækilega til hendinni við að hanna rýmið eftir sínu höfði.

Birgitta Líf kann vel við sig í Skuggahverfinu

Nágranni Birgittu Lífar í  sama húsi er Brynja Dagmar Jakobsdóttir, sem er dóttir útgerðarhjónanna og fjárfestanna Jakobs Valgeirs Flosasonar og Bjargar Hildar Daðadóttur. Brynja Dagmar býr í einni af þremur íbúðum í húsinu sem eru í eigu foreldra hennar, ásamt unnusta sínum og syni.

Brynja Dagmar Jakobsdóttir

Á Vatnsstíg 21 býr Samherjaprinsinn Baldvin Þorsteinsson ásamt konu sinni og dóttur. Baldvin fjárfesti í íbúðinni árið 2011 en nokkrum árum áður hafði faðir hans, Þorsteinn Már Baldvinsson, keypt hina íbúðina á hæðinni. Samherjafeðgarnir una því hag sínum vel í Skuggahverfinu.

Baldvin Þorsteinsson. Samherjafeðgarnir keyptu heila hæð í Skuggahverfinu.

Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson hefur látið lítið fyrir sér fara á tónlistarsviðinu undanfarin misseri. Gísli Pálmi býr  í glæsiíbúð í fjölbýlishúsi við Vatnsstíg 16–18 sem er í eigu föður hans, Sigurðar Gísla Pálmasonar. Þar fer sennilega afar vel um hann.

Gísli Pálmi Sigurðsson

Í eldra fjölbýlishúsi í hverfinu, nánar tiltekið Skúlagötu 32–34, hefur ungur fjárfestir látið til sín taka. Það er Ásgeir Mogensen, sonur eins ríkasta manns landsins, Skúla Mogensen. Í samstarfi við viðskiptafélaga sinn, Baldur Þór Sigurðarson, hefur Ásgeir, sem er aðeins 25 ára gamall, fjárfest í þremur lúxusíbúðum í húsinu. Kaupin gengu í gegn í byrjun síðasta árs og var heildarkaupverðið um 114 milljónir króna. Félagarnir þekkja fasteignamarkaðinn vel en saman hafa þeir rekið félagið Leigulausnir sem meðal annars aðstoðar fólk við útleigu Airbnb-íbúða.

Ásgeir Mogensen

 

 

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Leikdómur: Rejúníon- „Marglaga verk um lífið“

Leikdómur: Rejúníon- „Marglaga verk um lífið“
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Berglind Festival fer yfir jólaundirbúninginn – „Ég myndi aldrei borða KFC á aðfangadag“

Berglind Festival fer yfir jólaundirbúninginn – „Ég myndi aldrei borða KFC á aðfangadag“
Fókus
Í gær

Linda Pé var dómari í Ungfrú Heimur 2018

Linda Pé var dómari í Ungfrú Heimur 2018
Fókus
Í gær

Margir minnast Einars Darra: „Hann var með bros sem lýsti upp allt í kringum hann“

Margir minnast Einars Darra: „Hann var með bros sem lýsti upp allt í kringum hann“
Fókus
Í gær

DV Tónlist á föstudaginn : FM BELFAST

DV Tónlist á föstudaginn : FM BELFAST
Fókus
Í gær

Frækileg fjölgun frægra á árinu

Frækileg fjölgun frægra á árinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún Dröfn fann upprunann á verndarsvæði: „Ég gekk beint að leiðinu hennar ömmu því ég fann fyrir sterkum tengslum við hana“

Guðrún Dröfn fann upprunann á verndarsvæði: „Ég gekk beint að leiðinu hennar ömmu því ég fann fyrir sterkum tengslum við hana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elsta jólagjöf Þórunnar

Elsta jólagjöf Þórunnar