fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Þegar íslenskt tónlistarfólk stal jólalögunum

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 23. nóvember 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað væru jólin án jólatónlistarinnar? Sumir myndu eflaust segja að heimurinn væri betur settur, ekki síður þegar mörg þeirra fara í spilun fyrr en margir kæra sig um. Því verður aftur á móti ekki neitað að jólaslagarar tilheyra mikilvægum þætti stemningarinnar.

Það vekur að vísu athygli hversu óvenju mörg vinsæl íslensk jólalög reynast vera endurvinnsla á ítölskum poppslögurum sem upprunalega hafa lítið eða ekkert með jólin að gera. Flestir íslensku textarnir eru eftir Jónas Friðrik Guðnason eða Þorstein Eggertsson.

Kíkjum á sex skrautleg dæmi um stolin jólalög og hvað upprunalegi texti slagaranna fjallar um.

 


Úr stormi svartsýninnar í tilhlökkun

 

„Ég hlakka svo til“ er endurgerð á ítalska laginu „Dopo La Tempesta“ með Marcellu Bella. Svala Björgvinsdóttir flutti lagið í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á Ítalíu árið 1988 en komst ekki alla leið. Hins vegar er ekkert jólalegt né sérstaklega rómantískt við upprunalegu þýðingu lagsins sem á frummálinu heitir „Lognið á eftir storminum“. Lagið byggir á frægu ljóði eftir Giacomo Leopardi og fjallar í hnotskurn um sársaukann í allri sinni dýrð. Samkvæmt textanum er sorgin aðeins pásan frá gleðinni, frekar en öfugt. Ekki alveg eitthvað sem kallar eftir hátíðarskapi, en að minnsta kosti er melódían í lagi.


Ef ég ræni

Það er öruggt að fullyrða að Helgi Björns er í sínum betri gír þegar kemur að jólalaginu „Ef ég nenni“. Textinn er þýðing Jónasar Friðriks og fjallar um mann sem hefur ekki efni á neinu en vill gefa ástinni sinni allt. Að mati flestra er um að ræða hátíðlegt og notalegt lag sem fær öfluga útvarpsspilun á hverju ári. Hins vegar á lagið rætur sínar að rekja til rómantískrar ástarballöðu með ítalska rokksöngvaranum Zucchero. Lagið nefnist „Cosi celeste“ sem mætti beinþýða sem „Hinn himneski“. Lögin eiga því ýmislegt sameiginlegt í texta og komu meira að segja bæði út árið 1995.


Þú, ég og fólk eins og við

Ljóst er að árið 1995 var gott ár til þess að hnupla jólalegum melódíum. Á því ári gaf ítalska söngkonan Ivana Spagna út lagið „Gente Come noi“ eða „Fólk eins og við“, en Íslendingar kannast við það undir heitinu „Þú og ég og jól“. Upprunalega lagið á rætur sínar að rekja til Spánar. Lagið einblínir á fordóma en þó laumast vonin inn í gegnum hjartnæman texta. Gente Come noi var framlag söngkonunnar á Sanremo-tónlistarhátíðinni árið 1995.


Svona er ástin

Talandi um Sanremo-tónlistarhátíðina, þá var lagið „Quanto ti amo“ framlag poppsveitarinnar I Collage árið 1984. Í íslenskri þýðingu Þorsteins Eggertssonar gengur það undir heitinu „Svona eru jólin“. Við Íslendingar tengjum textann við úttekt á hefðum og skemmtilegheitum þessara þrettán jóladaga, en á ítölsku er ástin í forgrunni, eins og gengur oft á gerist hjá þeirri þjóð. Quanto ti amo spyr ýmissa spurninga eins og hvernig sé best hægt að tjá ást sína, sem og um mikilvægi ástarkvalarinnar og mismunandi leiðir til þess að tjá þessa funheitu tilfinningu. Það er nú eitthvað jólalegt við það.


Sjóaðir á jólum

Árið 1987 kom út lagið „Gente di Mare“ við góðar undirtektir. Félagarnir Umberto Tozzi og Raf skipuðu sveitina og tóku þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og enduðu í þriðja sæti. Lagið er ballaða í blússtíl og lýsa söngvararnir verum hafsins og táknar sjórinn það frelsi sem fólk finnur fyrir þegar það snýr baki við þéttbýli. Í íslenskri dægurmenningu er að sjálfsögðu ekkert verið að flækja hlutina og þekkjum við þetta lag sem einfaldlega „Komdu um jólin.“


Það sem ég vil ert þú

Það er erfitt að syngja ekki viðlagið í huganum þegar „Þú komst með jólin til mín“ er komið á fóninn. Hins vegar kremur það eflaust hjörtu einhverra að lagið kemur upphaflega frá (en ekki hvað?) Ítalíu. Lagið tilheyrir þeirri merku hefð að snúast um ástina og allt sem flytjendur eru reiðubúnir til þess að leggja á sig fyrir hana. Að vísu er örlítill jólabragur á frumlaginu sem samsvarar skemmtilega textanum „ég vil eyða jólum með þér, með þér.“ Heitið á ítalska laginu Chi voglio sei tu má gróflega þýða sem „Það sem ég vil, ert þú.“ Þess vegna er kjörið að taka einsöng fyrir ástina á hátíðartímum og notast við frumtextann. Það verður erfitt að toppa þá rómantík.


 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“