fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Deadpool ritskoðar sjálfan sig – Á leiðinni til Íslands í desember

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðljóta ofurhetjan Deadpool snýr aftur í kvikmyndahús í desember, aðdáendum sínum til mikillar ánægju. Ekki má þó búast við alfarið glænýrri kvikmynd en engu að síður er á ferð óvenjulegur jólaglaðningur sem meirihluti fjölskyldunnar getur sameinast yfir.

Hinn grjótharði Cable í kröppum dansi við Deadpool.

Um er að ræða svonefnda „remix“ útgáfu af framhaldsmyndinni Deadpool 2 sem sýnd var í sumar, nema nú er búið að tóna niður ofbeldi, blótsyrði og almennan groddaskap myndarinnar til þess að henta yngri krökkum og gera grín að takmörkunum.

Báðar kvikmyndirnar um andhetjuna stórvinsælu eru bannaðar börnum yngri en 16 ára hér á landi og víðar, en nýja útgáfa seinni myndarinnar kemur til móts við það með hressilegum vinkli í sönnum Deadpool-stíl. Því má í raun segja að Deadpool ritskoði sig sjálfan í nýju útgáfunni, en hún hefur hlotið heitið Once Upon a Deadpool og mun bera 12 ára aldursstimpilinn hér á landi.

Deadpool hefur í áraraðir birst í fjölskylduvænni teiknimyndum og myndasögum þar sem hann hæðist að því að geta ekki notið munnræpunnar til fulls.

Fyrir útgáfuna voru teknar upp nýjar senur sem ramma inn Deadpool 2 á nýjan hátt. Uppsetning sögunnar snýst nú í kringum sögustund í anda hinnar sígildu ævintýramyndar The Princess Bride. Wade Wilson/Deadpool (Ryan Reynolds) sest niður með leikaranum Fred Savage og les fyrir hann sögu.

Savage, eins og glöggir kvikmyndaunnendur vita, lék strákinn í fyrrnefndri ævintýramynd. Afi drengsins segir honum sögu fyrir svefninn og tekur þá atburðarás myndarinnar við í gegnum lesturinn.

Once Upon a Deadpool (2018) og The Princess Bride (1987)

Söguþráður Deadpool 2 segir frá því þegar Wade Wilson glímir við hinn öfluga glæpamann Nathan Summers, betur þekktur sem Cable. Einn og sér uppgötvar Wade fljótlega að hann á ekki nokkra einustu möguleika í Cable og því neyðist hann til að kalla til leiks fleiri bardagahetjur sem geta með samtakamætti sínum sett strik í reikninginn og leitt til þess að réttlætið sigri. En hvernig framvinda sögunnar spilast út í nýja „rímixinu“ á eftir að koma í ljós.

Elísabet klippari ásamt Ryan Reynolds í góðum gír.

Eins og mörgum er kunnugt er Deadpool 2 að mestu klippt af Elísabetu Ronaldsdóttur og má þess geta að Once Upon a Deadpool er þriðja útgáfan af framhaldsmyndinni stórvinsælu. Þegar myndin var gefin út á DVD og Blu-Ray fyrr í haust fylgdi með sérstakt eintak sem nefnist „The Super Duper Cut,“ en þar var búið að skipta út fjölmörgum bröndurum, bæta við nýrri tónlist og áður ónotuðum senum.

Kvikmyndaverið 20th Century Fox hyggst gefa hluta af ágóðanum til samtakanna „Fudge Cancer,“ sem heita í rauninni Fuck Cancer, en nafnið hefur verið ritskoðað á meðan útgáfu „nýju“ Deadpool-myndarinnar stendur.

Once Upon a Deadpool verður sýnd á Íslandi í tvo daga, þann 12. og 13. desember. Sýningarnar verða textalausar og verður möguleiki að bæta við fleiri ef vel gengur.

Stiklu fyrir Once Upon a Deadpool má sjá að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki