fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Fókus

Robert De Niro skilinn eftir 20 ára hjónaband

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 09:30

Leikarinn Robert De Niro og eiginkona hans, Grace Hightower, eru skilin eftir 20 ára hjónaband.

Samkvæmt heimildamanni People eru þau þegar flutt í sundur. „Stundum verða hlutirnir ekki eins og þú vildir að þeir yrðu eða vonaðist til.“

De Niro, sem er 75  ára, og Hightower, sem er 63, giftu sig árið 1997 eftir að hafa verið í sambandi í áratug. Þau eiga tvö börn saman, Elliott, 20 ára, og Helen Grace, sex ára. De Niro á fjögur önnur börn: dótturina Drena, 47 ára, og soninn Raphael, 42 ára, með fyrri eiginkonu sinni Diahnne Abbott, og 23 ára tvíburasyni, Julin og Aaron, með fyrri kærustu, Toukie Smith.

Þetta er ekki í fyrsta sem sem þau hafa skilið. Árið 1997 óskaði De Niro eftir skilnaði og stofnaði til forræðisdeilu yfir syni þeirra. Hjónakornin sættust þó í það sinn og skilnaður gekk aldrei í gegn.

Í nóvember 2004 endurnýjuðu þau heiti sín og var stórstjörnum boðið í veislu, meðal annars Martin Scorsese, Meryl Streep og Ben Stiller. Grínaðist De Niro þá með, með vísan til skilnaðarins 1997, að hann ætlaði að vera viss um „að þessi myndi endast.“

Síðast sást til þeirra opinberlega saman á rauða dreglinum í júní þegar þau mættu á Tony verðlaunahátíðina í New York.  De Niro hefur verið þekktur fyrir að halda einkalífi sínu fyrir utan sviðsljósið.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Storytel kynnir til sögunnar fjölskylduáskrift

Storytel kynnir til sögunnar fjölskylduáskrift
Fókus
Í gær

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Brjóttu upp kyrrsetuna

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Brjóttu upp kyrrsetuna
Fókus
Í gær

Þórdís Karlsdóttir er Jólastjarnan 2018 – Gefur út Crazy

Þórdís Karlsdóttir er Jólastjarnan 2018 – Gefur út Crazy
Fókus
Í gær

Þórdís Elva flytur magnaðan óð til stúlkna – „Þið eruð framtíðin. Megi eldgosið byrja“

Þórdís Elva flytur magnaðan óð til stúlkna – „Þið eruð framtíðin. Megi eldgosið byrja“