fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Fókus

Óli talar inn í hjarta feðra – „Knúsaðu „effing“ strákinn þinn!“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 18:05

Ólafur Indriði Stefánsson.

Handboltahetjan Ólafur Stefánsson talar tæpitungulaust í nýju viðtali við úrvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu. Lætur hann þar meðal annars í ljós skoðanir sínar á skólamálum og uppeldismálum. Segir Ólafur að sköpunargáfa barna sé kæfð í skólum.

Ólafur drepur einnig á samskipti kynjanna og segir að þó að karlmenn geti fengið mikinn stuðning frá konum þá þurfi þeir meira hver á öðrum að halda þegar þeir lenda í miklum erfiðleikum. En ekki síst þurfi menn að finna styrkinn í sjálfum sér.

Ólafur ræðir líka um samband feðga og þar er honum mikið niðri fyrir og talar af ástríðu:

„Knúsaðu strákinn þinn, ertu ekki að grínast, pabbi, knúsaðu strákinn þinn. Ertu ekki að djóka í mér, knúsaðu „effing“ strákinn þinn.“

Ólafur bendir á að strákum í háskólum fari fækkandi og segir: „Hættan er sú að strákar verði of miklir strákar og það verði ekki umræðugrundvöllur milli kynjanna vegna þess að strákar verða að geta tjáð sig.“

Viðtalið má hlusta á hér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Storytel kynnir til sögunnar fjölskylduáskrift

Storytel kynnir til sögunnar fjölskylduáskrift
Fókus
Í gær

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Brjóttu upp kyrrsetuna

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Brjóttu upp kyrrsetuna
Fókus
Í gær

Þórdís Karlsdóttir er Jólastjarnan 2018 – Gefur út Crazy

Þórdís Karlsdóttir er Jólastjarnan 2018 – Gefur út Crazy
Fókus
Í gær

Þórdís Elva flytur magnaðan óð til stúlkna – „Þið eruð framtíðin. Megi eldgosið byrja“

Þórdís Elva flytur magnaðan óð til stúlkna – „Þið eruð framtíðin. Megi eldgosið byrja“